Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

TÆKNIDAGAR JOHAN RÖNNING

Dagana 14 - 15. apríl voru haldnir Tæknidagar Johan Rönning. Við fengum til liðs við okkur fyrirlesara frá samtökum iðnaðar og ABB í Danmörku sem héldu áhugaverða fyrirlestra í Kaldalóni í Hörpu um verkefni sem danska samfélagið stendur frami fyrir er varðar sjálfbærni í orkuframleiðslu og útflutning á tæknilegum lausnum því tengdu. Einnig voru haldnir tæknilegir fyrirlestrar í Klettagörðum um áhugaverð málefni svo sem rafknúnar samgöngur, hússtjórnarkerfi, sjálfvirkni í framleiðslufyrirtækjum og tíðnibreyta. Mjög góð þátttaka var á alla fyrirlestra og þökkum við þeim sem komu kærlega fyrir þátttökuna.



 NÝTT Á LAGER-                 LED LJÓS ÁN INNBYGGIBOX

Kærkomin lausn þar sem ekki er þörf á innbyggiboxi eða hitaþolinni plötu fyrir ofan ljós en dýpt þess er einungis 40 mm. Ljósið er dimmanlegt, ljóslitur er 2700 K og litarendurgjöf þess Ra95. Líftíminn er 50 þúsund tímar (L70). Ljósið er 520 lúmen, 10 W og veltanlegt um 30° í allar áttir. Ljósgeislinn er 36 gráður. Varnarflokkur ljóssins er IP44.

Vörunúmer: 3234444



 

 NÝTT Á LAGER-                 OPERA VEGGLJÓS

Innfellt veggljós hugsað sem næturljós og/eða skraut- og stemningsljós. Passar beint í rofa- og tengladós og því fljótlegt í uppsetningu. Hentar vel í ganga, stiga og baðherbergi. Ljóslitur þess er 3100 K og líftími 50 þúsund tímar. Varnarflokkur er IP20.

Vörunúmer: 3300065
 

FRÁBÆR NÝJUNG FRÁ HAGER

Hager hefur nú sett á markað frábæra nýjung sem er mikill fengur fyrir rafvirkja. Þriggja póla lekaliðasjálfvar af gerð A, sem er ætlað fyrir þrjár einpóla greinar. Hver grein er varin yfirálagi. Ef lekastraums verður vart þá slær varið öllum þremur úr. Með þessu vari sparast mikið pláss í töflu. Einnig má hugsa sér að í stað eins lekaliða fyrir íbúð komi nokkur sjálfvör. Kynntu þér þessa sérlega áhugaverðu nýjung í verslunum okkar.

Vörunúmer:     Skýringar:
ADZ310D          3x1P+N, 30mA, 10A B
ADZ313D          3x1P+N, 30mA, 13A B
ADZ316D          3x1P+N, 30mA, 16A B

ADZ360D          3x1P+N, 30mA, 10A C
ADZ363D          3x1P+N, 30mA, 13A C
ADZ366D          3x1P+N, 30mA, 16A C

SMISSLINE FRÁ ABB

SMISSLINE er stórsniðugt skinnukerfi fyrir sjálfvör og annan búnað sem alla jafna er festur á DIN-skinnu. Einfalt er að skifta út sjálfvörum, lekaliðum og öðrum búnaði með spennu á kerfinu. Mögulegt er að velja þann fasa sem tengja á við einpóla búnað sem setja þarf á skinnuna. SMISSLINE hentar því sérlega vel þar sem hafa þarf hraðar hendur við bilanagreiningu og viðgerðir svo sem í gagnaverum eða sjúkrahúsum. Nánari upplýsingar er að finna á þessari krækju



NÝIR ÁFELLDIR ROFAR- OG TENGLAR FRÁ BERKER - W1

Johan Rönning býður nýja gerð rakaþéttra tengla og rofa, bæði sem áfellda og innfellda. Línan heitir W1 og fæst í gráum og hvítum lit. W1 er í varnarflokki IP55 og hefur ýmsa kosti fram yfir eldri gerðir frá Berker.  W1 er framleitt úr mjög sterku en þó sveigjanlegu efni og hefur hátt brotþol. Lokið á tenglunum smellur í læsingu þegar því er sleppt og hreyfist í roki. Á áfelldu einingunum er mögulegt opna niðurfall svo engin hætta er á að vatn safnist fyrir. Það virkar einnig sem loftræsting og minnkar þannig hættu á rakamyndun. Mögulegt er að kaupa áfellda ramma (mest 3f) staka og raða innfelldum einingum í þá. Svo sem tengli, samrofa og Cat6 tengli, þannig að henti hverju verki. Fyrir utan hefðbundnar gerðir rofa og tengla með og án barnaverndar, getum við boðið breiða línu í W1, svo sem. Cat6 tengla, ein- og tvöfalda, lykilrofa, plötu fyrir 22 mm neyðarhnappa, gaumljós, blindplötur, ljósramma, LED ljós og fleira og fleira. Nánar á heimasíðu okkar.

QUICKLINK FRÁ BERKER

QuickLink er nýtt þráðlaust stýrikerfi frá Berker. Það er verulega breytt frá fyrra Funk bus-kerfi og er á annarri tíðni (868,3 MHz) en hið gamla. Því er ekki mögulegt að samnýta þau. Helstu breytingar eru að kerfið er gagnvirkt og allar einingar sem eru 230V tengdar, geta verið bæði sendar og móttakarar. Mögulegt er að tengja QuickLink með gátt við Domovea tölvu/síma eininguna og/eða KNX-kerfi.
Í boði eru allar helstu dósaeiningar í Quicklink svo sem rofar, ljósdeyfar og gardínurofar. Einnig eru í boði einfaldir og tvöfaldir sendar á bak við þrýstirofa.
QuickLink hentar sérlega vel við endurbætur og breytingar á raflögn sem er fyrir í byggingum. Hvort sem um er að ræða hefðbundna lögn eða KNX-kerfi. Einingarnar eru einfaldar í forritun og uppsetningu. Við munum bjóða upp á hádegiskynningar næstu vikur á þessu kerfi. Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á QICKLINK skaltu senda póst á asgeir@ronning.is. 

ROGOWSKI-SPÓLUR FRÁ PHOENIX CONTACT

Oft er erfiðleikum bundið að koma staumspennum fyrir í aflmiklum töfluskápum eftir að skápurinn hefur verið spennusettur. Stundum er mögulegt að setja opnanlega spenna en þeir eru stórir og komast ekki alltaf fyrir. Þá er einfalt að setja Rogowski spólu frá Phoenix Contact á skinnuna. Spólan getur mælt 4000 A á forvafi. Hún er tengd við merkjabreyti sem gefur út 1 A. Nánari upplýsingar er að finna hér.

NEMAR OG VAKAR FRÁ CARLO GAVAZZI


Eigum á lager mikið úrval nándarnema og vaka af ýmsum gerðum frá Carlo Gavazzi. Búnaðurinn er á frábæru verði og hefur reynst ákaflega vel við íslenskar aðstæður. Carlo Gavazzi er með öfluga heimasíðu sem aðstoðar við val á rétta búnaðinum. Hvort sem það er skynjari, vaki, tímaliði eða hálfleiðararofi.
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu