Júní 2019

Grillað á Selfossi

Vorið hefur verið með besta móti og sóttum við því grillin úr geymslu. Fyrsti áfangastaðurinn var Selfoss og grilluðum við þar hamborgara fyrir viðskiptavini okkar. Veðrið lék við okkur og var mætingin frábær. Við þökkum öllum sem komu og kíktu til okkar kærlega fyrir komuna.



          

Nýtt frá Berker

Flott, einföld og endingargóð – með þessum eiginleikum hefur S1 línan orðið gríðarlega vinsæl í gegnum árin. Og nú hefur úrvalið í S1 línunni stækkað því við bjóðum upp á rakahelda rofa og tengla með þéttleika upp á IP44. Nýjar vippur og þéttisett bjóða upp á möguleika á að halda samræmdu útliti bæði innan- og utandyra. Hægt er að ná IP44 þéttleika með viðeigandi þéttisetti fyrir hefðbundna einfalda, tvöfalda eða þrefalda S1 ramma.



 

Nýtt útibú í Reykjanesbæ

Í lok síðasta mánaðar  fluttum við útibú okkar í Reykjanesbæ í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bolafæti 1. Í þessu þessu húsnæði er öll aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsmenn stóraukinn og vöruúrval breikkað. 
Í sama húsnæði hafa Vatn & veitur og Sindri opnað útibú og bjóðum við þau velkomin í Reykjanesbæ.




           
 

ABB í átaki í Skandinavíu

ABB hefur nú opnað nýtt flaggskip hraðhleðslustöðva í Fredricia, Danmörku og hyggst tæknirisinn fylgja því eftir víðar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
 
Hleðslustöðin er liður í verkefninu Powerd by E.ON Drive & Clever sem miðar að því að opna 48 hraðhleðslustöðvar í Skandinavíu og bjóða bætta þjónustu í hraðhleðslulausnum fyrir rafbílaeigendur.
 
Nýja stöðin er búin ABB AbilityTM  hraðhleðslustöðvum sem eru færar um að bæta við allt að 200km drægni á aðeins 8 mínútum.

Nánar er hægt að kynna sér verkefnið á vefsíðu ABB




                                 

Fagþing Rafmagns

Í maí var haldið Fagþing rafmagns í Reykjanesbæ. Samorka stendur fyrir þessu þingi á þriggja ára fresti og tekur á því sem við kemur starfsemi orku- og veitufyrirtækja. Johan Rönning var með sýningarbás þar sem sérfræðingar okkar kynntu það helsta sem höfum upp á að bjóða í veitubúnaði. Einnig styrktum við aðra viðburði sem voru haldnir í tengslum við sýninguna m.a. fagkeppni sem haldin var milli fyrirtækja þar sem hópur frá Rarik hafði sigur.



                                 

Ný DC-vegghleðslustöð frá ABB


ABB hefur sett í sölu DC-vegghleðslustöð fyrir rafbíla. Stöðin er 24 kW og í boði með einu eða tveimur tengjum samkvæmt CCS eða CHAdeMO stöðlum.
 
Virkni stöðvarinnar er sú sama og á 50 kW Terra hraðhleðslustöðvunum. Aðgangsstýring með RFID-lykli er í boði. Val um tengi er framkvæmt á snertiskjá sem er framan á stöðinni.
 
Hámarks útgangsspenna er 920 VDC sem tryggir að stöðin getur hlaðið næstu kynslóð rafbíla.
 
Nánari upplýsingar um stöðina má fá með því að senda póst á oskar@ronning.is og einnig er hægt að kynna sér stöðina nánar hér:

https://new.abb.com/ev-charging/products/car-charging/dc-wallbox

Sigurvegari

Á básnum okkar á Fagþingi rafmagns í Reykjanesbæ vorum við með getraun þar sem gestir gátu giskað á hversu mörg perustæði voru í glerkassa sem við vorum með. Tryggvi Ásgrímsson framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Rarik var sá eini sem giskaði á réttan fjölda perustæða, 385 stykki. Hann fékk í verðlaun veglega Dewalt rafhlöðuborvél. 
Hér að neðan má sjá Vigni Örn framkvæmdastjóra Johan Rönning afhenda Tryggva verðlaunin. 



 

Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.



 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar