Júní 2018

Fyrirtæki ársins 2018

Við tökum af auðmýkt og þakklæti við nafnbótinni fyrirtæki ársins 2018 en viðurkenninguna fengum við frá VR í sjöunda skiptið við hátíðlega athöfn á Hilton Hotel Nordica þann 23. maí síðastliðinn. 

Nafnbótina hljóta þau fimmtán fyrirtæki sem hljóta hæstu einkunn í könnun VR þar sem spurt er út í viðhorf starfsmanna til lykilþátta í starfsumhverfi sínu. Fimm fyrirtæki úr hverjum flokki lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja fengu viðurkenningu að þessu sinni.

Listann yfir fyrirtækin og niðurstöður má finna á síðu VR.

Nú er það svart


Hager sérframleiðir gjarnan vörur fyrir viðskiptavini sína fyrir sérsök verkefni en sú framleiðsla ber hið augljósa nafn, Manufaktur. Vörurnar sem þar eru framleiddar gefa oft hugmynd um komandi hönnun inn á almennan markað og eru sumar þeirra seldar inn á almennan markað í takmörkuðu upplagi en þær vörulínur tilheyra Manufaktur edition.

Eina af þessum vörum erum við búin að fá í hús en það er berker Serie 1930, black, matt, Softtouch en eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða matt-svarta útgáfu af þessum klassíska rofa sem við vorum að fá sýnishorn af í Klettagarða. 

Fleira svart


Við höfum nú fengið Hager LF strengrennur í svörtu í eftirfarandi stærðum: 15x15mm, 20x35mm og 40x60mm. Þær myndu prýða sig afar vel á hótelum, veitingastöðum eða á skrifstofunni. 

Nýr USB hleðslutengill frá Berker


Nýi USB veggtengillinn frá Berker/Hager veitir 3A heildarstraum sem er það mesta sem finnst á markaðnum í sambærilegum tenglum.
 

Gerðu hleðslutækin óþörf á heimlinu

Hver tengill er með tveimur USB tengjum sem geta mest gefið 3A straum samanlagt, þar sem hægt er að hlaða tæki eins og snjallsíma, spjaldtölvur, hátalara og önnur orkufrek tæki án vandræða

ABB FIA Formula E 

ABB FIA Formula E keppnin er fyrsta kappaksturskeppnin þar sem ökutæki eru að fullu rafknúin. Keppnin hefur verið haldin frá 2014 en frá byrjun þessa árs heitir hún eftir aðalstyrktaraðila keppninnar og einum af okkar stærstu samstarfsaðilum, ABB.

Næsti kappakstur keppninnar verður í Zurich í Sviss þann 10. júní og sýnt beint á Eurosport.

Nýjar tengidósir í fleiri stærðum

Við erum búin að fá nýjar tengidósir í fleiri stærðum á lager. Dósirnar eru frá  WISKA en þægilegt er að tengja í þær og einnig hafa þær  kúpt lok sem gefur meira rými. Þá eru þær rakaheldar að IP 66/67. 
 

Ertu alltaf í símanum?


Við líka! Síðustu vikur höfum við  bætt til muna virkni Rönning.is í símum og snjalltækjum þannig að  þægilegra er að vafra um vörur og vöruflokka en auk þess eru reikninga-, körfu-, og kaupasíður mun aðgengilegri í dag en þær voru áður.

Ert þú með aðgang?
Sæktu um hér núna!

Er sumarið á leiðinni?


Vonandi, en fyrir þá sem ætla að ferðast í sumar bjóðum við breyta úr 16A CEE kló í Schuko hulsu og öfugt á frábæru verði fyrir sumarið. Breytarnir henta til dæmis mjög vel á tjaldstæðið en þeir eru varðir fyrir raka og óhreinindum að IP44. Þeir eru þá gerðir fyrir 16A straum og eru 1,5M að lengd.
 

Smelltu á myndirnar fyrir frekari upplýsingar

 
Breytir Schuko kló í 230V 16A CEE hulsu. Varnarflokkur: IP44


Breytir 230V 16A CEE kló í Schuko hulsu. Varnarflokkur: IP44

Ísland í aðalhlutverki hjá ABB

ABB birti á dögunum þetta myndband sem fjallar um rafbílavæðingu Íslands og uppsetningu ON á hraðhleðslustöðvum frá tæknirisanum víðsvegar um landið en í því eru rætt við Óskar Gústavsson, viðskiptastjóra hjá Johan Rönning, Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON og Jón Björn Skúlason hjá Íslenskri NýOrku.

Einnig birti ABB grein um Ísland og hvernig landsmenn eru að færa sig alfarið til endurnýjanlega orkugjafa sem eru undirstaðan að 80% af orkunotkun þjóðarinnar en 20% orkunotkunar er tilkomin úr jarðefnaeldsneyti og mætti minnka það hlutfall verulega með fjölgun rafbíla 

Við þökkum Ásgeiri Kristinssyni fyrir frábær störf

Ásgeir Kristinsson sem margir okkar viðskiptavinir þekkja vel lauk sínum síðasta vinnudegi hjá Johan Rönning á dögunum.

Ásgeir hefur unnið hjá félaginu í tæp sjö ár eða frá ágúst 2011 sem verkefnastjóri og sölumaður rafbúnaðar með áherslu á vörur frá Berker. Ásgeir hefur verið ötull í starfsemi fyrirtækisins sem sölumaður og þá hefur hann verið öflugur að kynna nýjungar fyrir nemendum í raftækni og rafiðn. Á síðasta degi hans hjá Johan Rönning kom sérstaklega í heimsókn til okkar Markus Enning, sölustjóri hjá Hager/Berker og færði Ásgeiri áletraðan rofa sem þakkarvott fyrir samstarfið.

Við þökkum Ásgeiri fyrir gjöfult samstarf og óskum honum velfarnaðar í komandi ævintýrum!

Nú hefur þú eflaust heyrt um nýja persónuverndarreglugerð ESB sem tók gildi þann 25. maí í Evrópusambandinu.

Við erum sannfærð um að þú sért skráð/ur á þennan póstlista vegna þess að þig langar að fá fréttir af því sem er að gerast hjá okkur en ef svo vill til að þú viljir ekki fá þetta fréttabréf lengur minnum við á að þú getur afskráð þig hvenær sem er með því að klikka á afskrá netfang hér að neðan.

Takk fyrir að fylgjast með okkur!

Kær kveðja,
Starfsfólk Johan Rönning

Johan Rönning á Facebook
Rönning.is
ronning@ronning.is
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar