Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

JÚNÍ 2017

ON VELUR ABB HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR

Orka náttúrunnar hefur tekið tilboði Johan Rönning í 15 hraðhleðslustöðvar sem setja á upp meðfram hingveginum með 80 - 100 km á milli stöðva. Hraðhleðslustöðvarnar sem koma frá ABB og eru af gerð TERRA 53 eru 50 kW. Stöðvarnar hafa möguleika á fjarvöktun og fjarendursetningu. Stöðvarnar verða settar upp á þessu ári. Áður var búið að setja upp ABB-stöðvar við Smáralind, í Hrútafirði, við Blönduós og í Varmahlíð. Við hjá Johan Rönning erum ákaflega stolt af þessum fyrsta stóra áfanga í uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla á landsbyggðinni.

KYNNING: RAFBÍLA HLEÐSLUSTÖÐVAR FYRIR BÍLASTÆÐAHÚS

Mikill áhugi er meðal almennings á rafbílum og hleðslustöðvum fyrir þá. Ýmsar lausnir eru í boði fyrir sérbýli sem og fjölbýli og mikilvægt fyrir rafiðnaðarmenn að þekkja þær þegar viðskiptavinir þeirra óska upplýsinga um þennan búnað. Við hjá Johan Rönning viljum vera leiðandi í kynningu á hleðslutækjum og höfum því gefið út bækling á íslensku yfir búnaðinn. Einnig viljum við bjóða áhugasömum á kynningu til að fræðast meira um hleðslutækin. Við munum kynna hvernig tækjunum er aflstýrt þegar heimtaug húsins ræður ekki við að öll tækin hlaði samtímis. Kynningarnar verða haldnar í hádeginu og tekur hver kynning klukkustund. Boðið verður upp á pizzu fyrir kynninguna. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á oskar@ronning.is til að skrá sig.

NÝR STARFSMAÐUR Á SELFOSSI

Nýr sölumaður hefur tekið til starfa hjá Johan Rönning á Selfossi. Hann heitir Brynjar Þór Heiðarsson. Brynjar er Selfyssingur, rafvirki að mennt, kvæntur og tveggja barna. Við bjóðum hann velkominn til starfa.

LED-BORÐAR FRÁ BILTON

Höfum tekið á lager LED-borða og fylgihluti frá BILTON. Borðarnir eru í varnarflokki IP00 eða IP66. Þétti borðinn er húðaður með sérstakri aðferð svo hann er ekki klæddur með gúmmí hlíf. Borðinn hitnar því síður sem lengir líftíma hans. Eigum einnig mikið úrval prófíla fyrir borðana. Bilton hefur séð okkur fyrir sérhæfðum KNX-búnaði en nú bætum við LED-borðum í vöruúrvalið frá þeim. Þetta er vönduð vara, framleidd í Saalfelden í Austurríki.




 

ÞÉTTINGAR MEÐ LÖGNUM Í GEGNUM RAKAVARNIR

Sérlega mikilvægt er að frágangur röra í gegnum rakavararlag sé vandaður til að koma í veg fyrir myglu. Gegnum tíðina hefur oft verið þétt með límbandi sem gefur sig á nokkrum árum. Við bjóðum upp á einfalda og ódýra lausn frá Kaiser sem allir ættu alltaf að nota. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar.


 

3M KYNNIR NÝJUNGAR  Í KLETTAGÖRÐUM

Þann 7. júní kynna sérfræðingar frá 3M ýmsar vörur frá fyrirtækinu. Kynningin verður haldin hér í Klettagörðum frá klukkan 8 til 12. Meðal annars verður sýnd notkun á ýmsum gerðum af Scotch-límböndum, þéttimassa og tengjum. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Nánari upplýsingar er að finna hér.


 

HÚSSTJÓRNARKERFI- easy

Nýja easy-hússtjórnarkerfið frá Berker, er sérlega einfalt í forritun. Easy er í raun KNX-kerfi sem búið er að einfalda forritunina á, og er forritið innifalið. Þannig getur húseigandi eða umsjónarmaður fasteigna gert allar þær breytingar sem hann vill án þess að kalla til tæknimann. Spennandi námskeið um framtíðar hússtjórnarkerfi.

MYND- EÐA HLJÓÐ?         ÞITT ER VALIÐ

Þegar íhlutir í dyrasímakerfi frá Hager eru valdir er gott að hafa meðfylgjandi valblað við höndina. Þar sjást allir þeir íhlutir sem þörf er á eftir fjölda íbúða sem kerfið á að þjóna hvort sem setja á upp mynd- eða hljóðsíma. Auðvelt er að blanda saman hljóð- og myndsíma því allar merkjasendingar fara um sama streng. Valblaðið má nálgast í öllum útibúum eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

MILLISTYKKI Á TJALDSTÆÐI

Breytir 230V 16A CEE kló í Schuko-hulsu. Hentar vel í notkun utanhúss svo sem á tjaldstæði.
Varnarflokkur: IP44
Gerð kapals: H07RN-F 3G 2,5
Lengd strengs: 1500 mm
Litur strengs: Svartur

Vörunúmer:   60488





 

TÍMASTILLANLEGUR LEKAALIÐI

Eigum á lager liða sem hentar vel í erfiðar aðstæður svo sem mótorræsingar með tíðnibreyti. Liðinn er stillanlegur á lekastraum frá 30 mA upp í 10A á tímasviði sem er allt að 3 sekúndum. Liðann þarf að nota með straumspenni. Allir fasar ásamt núlli fara í gegn um spenninn. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.
Vörunúmer:      Skýringar:
HR520               Lekaliði
HR701               Straumspennir 35 mm
HR702               Straumspennir 70 mm
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu