Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

JÚNÍ 2016

NÝ TÓNKVÍSL FRÁ ENDRESS

FTL33 er ný tónkvísl frá Endess og Hauser, Tónkvíslin hentar í staðbundna hæðarskynjun í vöka eða leiðandi efni.  FTL33 er sérstaklega hönnuð til notkunar í matvælaiðnaði.  Tónkvíslin er gjarnan notuð sem yfirfallsvörn eða til að koma í veg fyrir þurrkeyrslu á dælum.  Kvíslin er sú minnsta sinnar tegundar á markaðnum.  Hún er einföld í uppsetningu og ekki þörf á neinum stillingum. Eins og með aðrar vörur frá Endress og Hauser er áreiðanleikinn ávallt í fyrsta sæti. Nánari upplýsingar er að finna hér.

NÝ GERÐ AF RAÐTENGJUM FRÁ PHOENIX CONTACT


Höfum tekið á lager PT-raðtengi frá Phoenix Contact. PT-tengin eru þeim kostum búin að ekki er þörf á verkfæri til að þrýsta vírnum inn í tengið og tengin eru aðeins 3,5 mm á breidd sem setur þau í flokk með allra minnstu raðtengjum á markaðinum. Þau eru að sjálfsögðu til í ýmsum útfærslum svo sem tvö- og þreföld eða fyrir skynjara. Tengin sem eru 1,5q taka minnst 0,25q einþættan vír eða 0,34q vír með endahulsu. Nánari upplýsingar er að finna hér:



 

NÝIR ÁFELLDIR ROFAR- OG TENGLAR FRÁ BERKER - W1

Johan Rönning býður nýja gerð rakaþéttra tengla og rofa, bæði sem áfellda og innfellda. Línan heitir W1 og fæst í gráum og hvítum lit. W1 er í varnarflokki IP55 og hefur ýmsa kosti fram yfir eldri gerðir frá Berker.  W1 er framleitt úr mjög sterku en þó sveigjanlegu efni og hefur hátt brotþol. Á áfelldu einingunum er mögulegt opna niðurfall svo engin hætta er á að vatn safnist fyrir.  Mögulegt er að kaupa áfellda ramma (mest 3f) staka og raða innfelldum einingum í þá. Fyrir utan hefðbundnar gerðir rofa og tengla með og án barnaverndar, getum við boðið breiða línu í W1, svo sem. Cat6 tengla, ein- og tvöfalda, lykilrofa, plötu fyrir 22 mm neyðarhnappa, gaumljós, blindplötur, ljósramma, LED ljós og fleira og fleira. Nánar á heimasíðu okkar.

DÓSIR OG BOX FYRIR SJÓNSTEYPU

Johan Rönning býður margar áhugaverðar lausnir frá Kaiser þegar setja á rafbúnað í sjónsteypu. Má þar nefna rofadósir í tveimur dýptum, 58 og 82 mm. Einnig bjóðum við tvöfaldar rofadósir og loftadósir fyrir sjónsteypu.  Kaiser framleiðir þar að auki sérstaka botna fyrir HaloX-O boxin fyrir innfelld ljós í sjónsteypu. Með þeim má setja ýmsar stærðir af ljósum með lítilli útbrún í veggi steypta með sjónsteypu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar, www.ronning.is.




 

SAMBYGGÐ LEKALIÐA-SJÁLFVÖR YFIR EINPÓLA GREINAR

Hager hefur nú sett á markað frábæra nýjung sem er mikill fengur fyrir rafvirkja. Þriggja póla lekaliðasjálfvar af gerð A, sem er ætlað fyrir þrjár einpóla greinar. Hver grein er varin yfirálagi. Ef lekastraums verður vart þá slær varið öllum þremur úr. Með þessu vari sparast mikið pláss í töflu. Einnig má hugsa sér að í stað eins lekaliða fyrir íbúð komi nokkur sjálfvör. Kynntu þér þessa sérlega áhugaverðu nýjung í verslunum okkar.

Vörunúmer:     Skýringar:
ADZ310D          3x1P+N, 30mA, 10A B
ADZ313D          3x1P+N, 30mA, 13A B
ADZ316D          3x1P+N, 30mA, 16A B

ADZ360D          3x1P+N, 30mA, 10A C
ADZ363D          3x1P+N, 30mA, 13A C
ADZ366D          3x1P+N, 30mA, 16A C

RAFHLÖÐUR FYRIR VARAAFLGJAFA


Við hjá Johan Rönning bjóðum mikið úrval rafhlaða fyrir varaaflgjafa frá einum stærsta framleiðanda rafhlaða í heiminum, Enersys. Bjóðum einnig skápa undir rafhlöður frá sama framleiðanda. Enersys leggur mikla áherslu á gæði samhliða góðu verði og umhverfisvænum vinnsluaðferðum. 

BOX FYRIR INNBYGGÐAN RAFBÚNAÐ Í STEINSTEYPU

Fyrirtækið Kaiser framleiðir fjölbreyttar úrvals lausnir sem henta vel þegar fella á rafbúnað inn í steinsteypu. Fjöldi ólíkra boxa fyrir ljósbúnað, hátalara og rofa er í boði. Einnig framleiðir fyrirtækið plastefni í miklu úrvali fyrir röra- og dósalagnir. Á heimasíðu okkar www.ronning.is má finna nánari upplýsingar og einnig í veglegum kynningarlista sem sem er að finna hér.





 

ROFAR OG TENGLAR FRÁ BERKER


Berker bíður gríðarlega mikið úrval rofa og tengla sem henta í allt húsnæði og allir ættu að finna útlit við sitt hæfi. Með hjálp smáforrits er mögulegt að skoða rofa og tengla frá Berker, breyta lit þeirra og lit bakgrunns. Á heimasíðu okkar, www.ronning.is má finna úrval fylgihluta svo sem USB-hleðslutengla, útvörp, hátalaratengla ásamt fjölda annara sérlausna frá Berker sem til dæmis henta í hótelbyggingar.



 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu