Lausnir fyrir sameignir
Höfum tekið á lager vörur sem eru sérhannaðar fyrir sameignir frá STEINEL. Um er að ræða ljós og viðveruskynjara sem tengjast saman og hægt er að forrita þráðlaust með Bluetooth og appi eftir svæðum. Virkilega sniðug lausn fyrir bílastæðahús og stigaganga.

Hér má sjá myndband sem sýnir virkni ljósanna:  STEINEL Ljós 

Ef þú vilt vita meira þá mælum við með að hafa samband við Magnús Líndal sölumann okkar (magnus@ronning.is). Hann getur frætt þig nánar um virkni og eiginleika þessa bráðsniðuga kerfis. 
Kaiser
Það þekkja flestir orðið lausnir frá Kaiser. Þeir framleiða breiða línu af vörum sem gera líf okkar rafvirkja bærilegra. Núna voru þeir að koma með nýja eftirádós sem er sérhönnuð fyrir smáspennubúnað. Inntök dósarinnar eru úr gúmmí sem gera hana mjög auðvelda í notkun. 

Dósina má nálgast í vefverslun okkar hér og þar má sjá myndband sem sýnir eiginleika dósarinnar.
Hitastrengir
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í vetrarhörkum og hugsa "Af hverju græjaði ég þetta ekki í sumar?". Núna er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.
Eigum til á lager allskonar stærðir og lengdir af hitastrengjum  og allt sem þú þarft til að græja málið. Kíktu á úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Breytistykki fyrir tjaldsvæði
Viljum benda á að við eigum á lager "tjaldsvæðaskott" frá As Schwabe. Núna eru allir á ferð og flugi um landið og tjaldsvæði landsins þétt setin. Mæli með að þið komið við hjá okkur á leið úr bænum og grípa skottið með fyrir ykkur og vinina.

Svo er það að sjálfsögðu til líka inná Rönning.is  
Hitakútar frá Gorenje
Við eigum á lager hina sívinsælu hitakúta frá Gorenje.

Kútarnir sem við bjóðum eru í stærðum 50, 100 og 200 litra útfærslum. Þeir eru úr stáli sem er emalerað til að koma í veg fyrir tæringu vegna súrefnis í vatninu.

Nánari upplýsingar um hitakútana má finna á vef okkar Rönning.is
Tengisett frá Kaiser
Núna eru margir að taka garðinn hjá sér í gegn og þá er rétt að benda á nýtt tengisett sem við vorum að fá frá Kaiser. Settið inniheldur: Halogen fría tengidós, 95x95x55mm, 3 stk. M25 nippla og svo tveggja þátta resin-efni sem passar til að fylla dósina. Þægileg og fljótleg lausn til að nota utandyra.

Tengisett resin IP65/IP68
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar