Júlí 2019

Grillveisla í Klettagörðum

Í júní lék veðrið við okkur og því var ákveðið að halda grillveislu í hádeginu fyrir viðskiptavini í Klettagörðum. Mætingin var frábær og runnu rúmlega 900 hamborgarar og 600 ísar ljúft ofan í gesti og gangandi.
Takk fyrir komuna.



                 

Hleðslustöðvar frá Chargestorm

Vorum að fá þessar flottu hleðslustöðvar frá Chargestorm á lager hjá okkur. Þær eru til í öllum stærðum frá 3,7kW til 22kW. Einnig er hægt að fá þær tvöfaldar til að hlaða tvo bíla samstundis. Stöðvarnar eru með innbyggðum lekaliða og öryggi og eru þær því auðveldar í uppsetningu. Einnig eru fáanlegar hleðslustýringar fyrir fjölbýlishús.
Endilega kynnið ykkur stöðvarnar á Rönning.is eða hafið samband við sölumenn okkar.





                                 

Nýtt á lager

Við höfum fengið þessa fínu töng í sölu til að klemma mola á Cat 5/6 snúrur. Ef notaðir eru molar sem eru opnir í báða enda klippir hún vírinn um leið og hún klemmir molann. 
Myndband sem sýnir virkni hennar má finna hér: 
https://www.youtube.com/watch?v=ZTe3PZd1HxE


Hér má nálgast töngina í vefverslun okkar:
https://www.ronning.is/vara/30-495

 

Opnunarpartý í Bolafæti

Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi fluttum við útibú okkar í Reykjanesbæ í nýtt húsnæði í maí. Þar opnuðu líka Sindri og Vatn & veitur útibú í sama húsnæði. Haldið var opnunarpartý núna í júní þar sem margt var um manninn. Þökkum við öllum þeim sem komu og samglöddust með okkur.



Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.



 

Nýtt frá Berker

Flott, einföld og endingargóð – með þessum eiginleikum hefur S1 línan orðið gríðarlega vinsæl í gegnum árin. Og nú hefur úrvalið í S1 línunni stækkað því við bjóðum upp á rakahelda rofa og tengla með þéttleika upp á IP44. Nýjar vippur og þéttisett bjóða upp á möguleika á að halda samræmdu útliti bæði innan- og utandyra. Hægt er að ná IP44 þéttleika með viðeigandi þéttisetti fyrir hefðbundna einfalda, tvöfalda eða þrefalda S1 ramma.



 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar