Allround 360°

Allround 360° ljósin frá norska fyrirtækinu Quick Install eru innfellanleg loftljós sem framkalla fallega birtu í hverju rými. Ljósin koma í hvítu, svörtu og í ljósum og dökkum állit og passa við hvaða loftflöt sem er.



Ljósin eru til með 2700K, 3000K og 4000K díóðum en einnig með "Dim-to-warm" 2000-3000K roðadeyfingu. Díóðan sjálf er með 50.000klst líftíma.

Lýsing í 360 gráður

Ljósin halla 30° á alla vegu sem er einstaklega hentugt þegar ásýnd heimilisins tekur breytingum og breyta þarf lýsingunni. 
 
Skoðaðu úrvalið á Rönning.is

Strenghlífar frá Defender

Við bjóðum nú upp á Defender hlífar fyrir strengi og kapla frá Adam Hall. Hlífarnar koma í ýmsum útfærslum, stærðum og gerðum og henta frábærlega fyrir tónleika, ráðstefnur og útiviðburði.

Defender hlífarnar eru eldvarðar (skv. B2 staðli) og eru gífurlega álagsþolnar en þær eru úr endurunnu óbrjótanlegu thermoplastic polyurethane (TPU). Hlífarnar hafa til að mynda verið notaðar á Hróaeskelduhátíðunum um árabil. 
Skoðaðu úrvalið hér.

Hafðu samband við sölumenn fyrir verð og frekari upplýsingar. 

Einstakt efni fyrir einstaka staði

Í síðasta fréttabréfi sögðum við frá sérframleiðslu Hager. Við getum nú boðið upp á fleiri vörur úr sérframleiðslunni Manufaktur edition.

Á fallegum heimilum skipta smáatriðin miklu og kynnum við til leiks berker R.3 með svörtu krómi, berker R.1 úr kopar ásamt berker K.5 úr burstuðu messing. Nýklassík í formi og efni.

Þessar vörur eru fáanlegar núna en í takmörkuðu magni.

Sérsniðin merking á raðtengi frá Phoenix Contact

Nú bjóðum við upp merki fyrir raðtengi frá Phoenix Contact prentuð eftir óskum viðskiptavina okkar. Mögulegt er að prenta á allar gerðir af raðtengjum frá 3,5 til 16 mm og getum við sent beint til viðskiptavina okkar, sé þess óskað. 

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sölumenn.

                      

Ennþá fleira svart

Vegna fjölda fyrirspurna í kjölfar fréttar okkar í síðasta fréttabréfi um svartar lagnarennur frá Hager þá er kjörið að rifja upp að við bjóðum upp á áfeld hús fyrir Berker S1 innlagnaefni í svörtu.

Þessi hús bjóðum við uppá einföld, tvöföld og þreföld (á mynd).

Á ferðinni um landið með Phoenix Contact í ágúst

Um miðjan ágúst munum við fá sérútbúinn bíl frá Phoenix Contact - Phoenix Contact Infoliner hingað til landsins með öllu því nýjasta frá þýska framleiðandanum.

Bíllinn verður hér í tvær vikur en fyrri vikuna verðum við með kynningardaga í Klettagörðum og ferðumst á suðvesturhorni landsins en seinni vikuna ætlum við að keyra hringinn og sækja útibú og viðskiptavini heim landið um kring. 

Nánari upplýsingar og dagsetningar verða birtar síðar.

Sigurbergur Kristjánsson lætur af störfum hjá Johan Rönning

Í lok maí var síðasti starfsdagur Sigurbergs Kristjánssonar hjá Johan Rönning en Sigurbergur - Silli eins og við þekkjum hann hóf störf hjá fyrirtækinu vorið 1983, fyrir heilum 35 árum síðan.

Sigurbergur hefur ákveðið að setjast í helgan stein en Silli er mikill áhugamaður um mótorhjól og ferðalangur mikill. Hér á myndinni eru þeir Valur Harðarson í fullum skrúða í stoppi á Route 66.

Við þökkum Silla fyrir frábær störf í þágu fyrirtækisins og óskum honum velfarnaðar í komandi ævintýrum og ferðalögum. 

Endurnýjun útibús Johan Rönning á Akureyri

Fyrir um ári síðan hófust framkvæmdir við stækkun útibús Johan Rönning á Akureyri sem er nú lokið. Viðbyggingin sem er tæpir 500 fermetrar að stærð er kærkomin viðbót við útibúið sem fyrir löngu hefur sprengt utan af sér fyrra húsnæði.

Þá hafa verið gerðar umbætur á verslunarrýminu og aðstaða viðskiptavina og starfsfólks stórbætt.

Við bjóðum viðskiptavini okkar fyrir norðan innilega velkomna.

Takk fyrir frábæran Stuðvang!

Að lokum þökkum við öllum þeim sem skemmtu sér með okkur á HM STUÐVANGI innilega fyrir komuna en leikirnir voru sýndir bæði í Klettagörðum 25 og á Akureyri.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu okkar. 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar