Ágæti viðskiptavinur!

Við kveðjum enn eitt árið sem var krefjandi en einnig gefandi. Við erum þakklát fyrir viðurkenningarnar Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni og einnig viðurkenningu frá Creditinfo
sem Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

Miklar breytingar voru gerðar á húsnæðinu í Klettagörðum fyrir stoðsvið félagsins. Í næsta áfanga sem er hafinn, einsetjum við okkur að bæta aðstöðu viðskiptavina og vöruhúss. Þá er einnig verið að stækka útibúið okkar í Hafnarfirði til muna með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Sífellt fleiri viðskiptavinir kjósa að versla á vefnum og fá vörurnar sendar á verkstæði eða verkstað. Því verður nýr og endurbættur vefur settur í loftið á næstu dögum, við vonum að þið takið nýjungum þar vel.

Fjöldi áhugaverðra verkefna er í augsýn á nýju ári. Má þar nefna auknar áherslur á rafvæðingu og notkun umhverfisvænna orkugjafa í samgöngum, til sjós og lands. Rekstur undirstöðuatvinnuvega gengur vel og athyglisverð nýsköpunarverkefni eru í burðarliðnum. Fram undan er því ákaflega spennandi tími fyrir rafiðnaðarfólk og ástæða til bjartsýni.

Starfsfólk Johan Rönning um land allt hlakkar til að þjónusta þig á nýju ári.

Óskar Davíð Gústavsson 
Framkvæmdastjóri Johan Rönning

 
Ný og betrumbætt dós í boði frá Kaiser
 
Dósin er rakaþétt og með sérstökum inngöngum fyrir barka og strengi
  • Festiblöðkur fyrir plötur frá 10mm þykkt t.d. trefjagifs, spónarplötur, krossvið, gegnheilt timbur og múr. Hægt að festa í einfalt gifs ef t.d. krossviður er undir
  • 4 skrúfugöt sem auðvelda að stilla innlagnarefni af í dósinni
  • Loftþétt hönnun með þéttiköntum
  • Ekki þarf verkfæri til að festa barka eða strengi
  • Einangruð og loftþétt tenging á milli dósa með sérstökum samtengjum
  • Togfesta á plaststrengjum og læsing fyrir barka
  • Hver poki inniheldur 1 verkfæri til að þrýsta dósum í vegg (V.nr:1090-12)
Nálgast má þessa dós í vefverslun okkar hér.
Samstarf Johan Rönning með Rovasi í Hörpu
 


Spænski ljósaframleiðandinn ROVASI var valinn til að endurnýja ljósbúnað í alrými Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Hörpu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda hefur hún markað sess í menningarlífi Íslendinga síðan 2011. Endurnýjun á ljósbúnaði bygginga með sjálfbærni er og verður áfram nauðsynlegur þáttur til að feta brautina í átt að vistvænni orku. Johan Rönning og ROVASI hafa skuldbundið sig til að ná því markmiði.

Atom og Shallow ljósin frá Rovasi voru valin vegna þeirrar orkustefnu sem Harpa hefur sett sér sem snýr að orkusjálfbærri framtíð. Í því verkefni er lýsingin lykilatriði. Alls hafa um 1.000 ljós verið sett upp í hluta af 28.000 m² alrýmis Hörpu.

Til að viðhalda upprunalegri hönnun var ljósbúnaður með litarendurgjöf CRI>90 og ljóslit 3000°K valinn. Ljósin eru búin DALI straumgjöfum sem gerir mögulegt að stjórna þeim og stýra til að ná fram enn frekari orkusparnaði. ROVASI ljósin eru þekkt fyrir hagkvæmni, gæði og sjálfbærni enda gerð úr áli og völdum íhlutum til að tryggja endingu þeirra.

Hér má finna Atom og Shallow ljósin sem voru notuð í þessu verkefni.

Svartir tölvuskápar á vegg komnir á lager

 

Loksins vegna mikillar eftirspurnar þá hefur Johan Rönning tekið inn á lager svarta tölvuskápa á vegg sem falla vel inn í nútímalegt umhverfi þar sem svartur litur er ríkjandi. Skáparnir koma í fjórum stærðum og taka 4U, 6U, 12U og 15U.
 

Skáparnir eru snotrir og koma með reyklitaðri glerhurð sem gerir útlit þeirra enn fallegra. Hægt er að opna hliðar skápsins til að komast að tækjunum inni í skápnum.
Endilega hafið samband við sölumenn okkar til að fá frekari upplýsingar.

Smelltu hér til að skoða skápana í vefversluninni.

 

Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar