Ágæti viðskiptavinur!

Við kveðjum 2020 með þakklæti.
 
Þrátt fyrir allt þá var árið hagfeldara en mörg okkar óttuðust. Það var mikið um framkvæmdir og nóg að gera á flestum vígstöðvum.
 
Við erum þakklát ykkur, viðskiptavinum okkar, fyrir skilning og þolinmæði þar sem við þurftum að laga starfsemi okkar að sóttvarnarreglum.  Við erum ekki síður þakklát starfsfólki okkar sem sýndi ótrúlega aðlögunarhæfni og dugnað; oft við erfiðar aðstæður.
 
Við erum bjartsýn um að lífið þokist í eðlilegra horf 2021, en þó reynslunni ríkari, því við höfum lært margt gott á árinu sem við getum nýtt okkur til framtíðar.
 
Framundan er spennandi ár. Við sjáum fyrir okkur verkefni á sviði grænnar orku, uppbyggingar á orkuinnviðum, raftenginga skipa auk fjölmargra annarra stórra og skemmtilegra verkefna.
 
Við mætum þér með gleði og þjónustuvilja og hlökkum til að sjá þig.

Vignir Örn Sigþórsson
Framkvæmdastjóri Johan Rönning
 
Hleðslustöðvar frá ABB
Núna erum við komin með hleðslustöðvar frá ABB. Stöðvarnar sem við tókum á lager eru einfasa 7,4 kW og þriggja fasa 22 kW. Stöðvunum er hægt að stjórna í gegnum síma þar sem er hægt að stilla ýmsar aðgerðir ásamt því að sjá upplýsingar um hleðsluna.

Endilega hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur þetta nánar. 
Starfsmaður á lýsingarsvið

Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan, metnaðarfullan og harðduglegan söluráðgjafa á lýsingarsviði í höfuðstöðvar fyrirtækisins að Klettagörðum í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Nánari upplýsingar eru á Rönning.is og hjá Helga Guðlaugsyni í síma 5200800 eða helgig@ronning.is

Frír akstur í janúar
Í janúar mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða uppá þetta þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu út janúar.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Við erum til staðar fyrir þig
Í ljósi áframhaldandi samkomutakmarkana höfum við aðlagað starfsemi okkar með öryggi og heilsu viðskiptavina og starfsfólks að leiðarljósi.
 
Viðskiptavinir geta sótt til okkar þjónustu í tvö rúmgóð sóttvarnahólf í Klettagörðum. Þetta er gert gegnum aðalinngang og inngang á vinstri hlið hússins. Þar verður starfsfólk okkar til þjónustu reiðubúið alla virka daga frá 07:30-17:00.
 
Við minnum á að hægt er að gera pantanir gegnum heimasíðu okkar
www.ronning.is og hringja í síma 5 200 800.
 
Útibúin okkar verða áfram opin eins og áður og þar verður að sjálfsögðu einnig gætt að ítrustu sóttvörnum.

Við minnum á að við erum öll almannavarnir!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar