Janúar 2020

Ágæti viðskiptavinur.

Við kveðjum enn eitt árið og tökum á móti nýju ári og horfum björtum augum fram á veginn. Við erum stolt en auðmjúk af þeim árangri sem hefur náðst á árinu.
 
Við fluttum á árinu útibú okkar í Reykjanesbæ á nýjan stað að Bolafæti 1 og bættum þar við okkur einingum frá Sindra og Vatni og veitum. Öll aðstaða og birgðahald á nýja staðnum er mun betri fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk. Þetta gerum við til veita hinum stóra hópi viðskiptavina okkar enn betri þjónustu.
 
Framundan eru mörg áhugaverð verkefni í rafvæðingu samgangna bæði á sjó og landi og við ætlum okkur að taka þátt í þeim. Má meðal annars nefna að nýi Herjólfur nýtir búnað frá ABB til að rafvæða skipið og sjá um orkustýringu. Auk þess erum við farin að bjóða nýja kynslóð af ofurhröðum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla.
 
Vefurinn og vefverslunin okkar heldur áfram að stækka og auk þess sem úrvalið á síðunni eykst jafnt og þétt þá fjölgar líka þeim viðskiptavinum sem nýta sér síðuna til að finna upplýsingar og til að versla þegar þeim hentar. Við ætlum okkur að ná enn betri árangri á þessu sviði á næsta ári með betri þjónustu fyrir viðskiptavini að leiðarljósi.
 
Þökk sé framúrskarandi starfsfólki og ánægðum viðskiptavinum höfum við náð frábærum árangri á þessu ári, en við viljum alltaf gera betur og erum sannfærð um að næsta ár verði enn betra.
 
Við erum til staðar fyrir þig
 
Vignir Örn og Haraldur

            

 

Takk fyrir komuna

Í desember síðastliðinn komu rúmlega 1700 manns til okkar í árlegt  jólahangikjöt sem við höldum í útibúum okkar víðsvegar um landið. Ótrúlega skemmtileg hefð sem hefur myndast hjá okkur og gaman að fylgjast með þessu vaxa ár frá ári. Við viljum þakka öllum sem komu og gerðu þennan viðburð að því sem hann er orðinn. 

Hér má myndband sem sýnir hvernig veislan rúllaði í gegn í Klettagörðum 25:
"Klettagarðar Time Lapse"


Vefpantanir

Í desember fylgdi 1kg af Quality Street með öllum vefpöntunum hjá okkur. Miklar undirtektir voru við þessu og dugði brettið sem við höfðum áætlað í þetta ekki fyrstu vikuna. Að lokum vorum við búin að gefa tæp þrjú bretti sem gera ekki nema rúmlega 3.000.000 kaloríur. Við hvetjum því alla til að vera dugleg að hreyfa sig á nýju ári :) 


Fyrirlestur

Þann 23. janúar næstkomandi verður Óskar Gústavsson viðskiptastjóri hjá okkur með fyrirlestur hjá Rafmennt.  Hann fjallar um þær áskoranir sem rafvirkjar standa frammi fyrir vegna leka- og ræsistrauma í nýjum rafbúnaði. Hvers vegna eru þeir til staðar og hvað þarf að hafa í huga við val á rafbúnaði. Mjög áhugavert málefni sem vert er að kynna sér.


Innfellt útiljós

Það hefur verið vandamál þegar á að setja lýsingu úti, t.d. í þakkant, að flest ljós eru bara varin að neðanverðu og straumgjafinn oftast áfeldur. Nú höfum við tekið á lager lampa frá Collongwood sem er IP65 allan hringinn og með innbyggðum straumgjafa. Hentar hann því mjög vel í lýsingu utanhúss.
Lampann má nálgast í vefverslun okkar Rönning.is 
 


Rönning.is

Mikill aukning hefur verið í notkun á heimasíðu okkar Rönning.is

Síðan er öflugt tæki til að fá upplýsingar um þær vörur sem við bjóðum uppá. Með innskráningu er hægt að sjá verð og birgðastöðu ásamt því að geta verslað í netverslun. Við erum með öflugt teymi á bakvið síðuna sem svarar þeim póstum sem berast í gegnum tölvupósta og facebook.

Vilt þú og þitt fyrirtæki fá kynningu á síðunni og möguleikum hennar? Endilega hafðu samband á vefur@ronning.is og við finnum tíma til að hitta ykkur. Tilvalið að kíkja í hádeginu, fá sér pizzu með okkur og kynnast vefnum betur.


Endurbætur á heimasíðu

Vefverslun okkar er í stöðugri þróun og erum við að vinna í að gera hana notendavænni. Stærsta breytingin sem við erum að innleiða núna er að setja vörur upp með svokölluðum eiginleikum. Það þýðir að ef þú ert t.d. að versla aflstreng þá er farið inní vöruna og þar þarf að velja fjölda leiðara og gildleika áður en varan er sett í körfu.

Fleiri vörur munu á næstunni fara í þetta fyrirkomulag og mun það einfalda talsvert að finna það sem leitað er að í sístækkandi vörulista okkar.





Hægt er að skoða 1kV koparstrengi á vefnum með þessu nýja fyrirkomulagi með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

https://www.ronning.is/koparstrengir-1kv

 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar