JANÚAR 2018

FRÁ FORSTJÓRA

Ágæti viðskiptavinur.

Að baki er farsælt ár í greininni okkar og var árið 2017 líflegt hjá Johan Rönning. Við héldum fjölmargar kynningar og viðburði sem voru vel sóttar og þökkum öllum fyrir komuna. Við tókum í notkun nýtt og glæsilegt vöruhús að Klettagörðum 6 og getum þar með haldið áfram vegferð okkar í átt að enn betri þjónustu; sem er ástríða okkar og tilgangur. Á Akureyri erum við að byggja, tvöföldum þar aðstöðuna og getum þar með aukið vöruúrvalið og þjónustuna. Samskipti og skoðanaskipti við viðskiptavini eru okkur afar mikilvæg og við þökkum ábendingar og leiðsögn þannig að við getum haldið áfram að gera sífellt betur og betur – fyrir þig. Og áfram munum við halda á nýju ári. Við höfum fjölgað í hópi öflugs og samheldins hóps starfsmanna, og okkur mun enn fjölga árið 2018. Við hlökkum til að veita þér úrvals þjónustu á nýju ári.
 

Haraldur Líndal Pétursson
 


 

TÖFLUSKÁPAR FRÁ ABB

Töfluskápa frá ABB færðu hjá Johan Rönning. Þetta eru sterkbyggðir skápar sem eru einfaldir í samsetningu. Mikið úrval fylgihluta er í boði svo sem töflueiningar, núll- og jarðskinnur ásamt safnskinnukerfum. Skáparnir eru boðnir í nokkrum útfærslum. Má þar nefna UK-greiniskápa, A-veggskápa og Twinline gólfskápa. Þú færð ABB-töfluskápa hjá Johan Rönning.

VÖRULISTI Á ÍSLENSKU YFIR TÖFLUSKÁPA FRÁ ABB

Samhliða sölu á ABB-töfluskápum hefur Johan Rönning gefið út veglegan 140 blaðsíðna vörulista á íslensku með myndum, vörunúmerum og ítarlegum tæknilegum upplýsingum um íhluti skápanna. Hvort sem þig vantar yfirlit yfir stærðir skápa, einingar inn í þá eða skinnukerfi í öflugan gólfskáp þá eru allar upplýsingar hér á einum stað. Vörulistann má nálgast hér: 

HANNAÐU ÞINN EIGIN ABB-TÖFLUSKÁP

 Á heimasíðu ABB er að finna mikinn fróðleik um allan búnað sem ABB framleiðir. Þar er einnig að finna fjölda hjálpartækja sem einfalda hönnun og vinnu við búnaðinn. e-Design er hugbúnaður sem aðstoðar við hönnun og val á töfluskápum frá ABB utanum þann töflubúnað sem setja skal í skáp. Hugbúnaðurinn er öflugt hjálpartól sem auðveldar hönnun til muna. Smelltu á myndina til að sækja hugbúnaðinn.



 

 

TÖFLUBÚNAÐUR FRÁ ABB

ABB er einn af stærstu framleiðendum rafbúnaðar í heiminum og hafa komið að smíði iðntölva, mótora, háspennubúnaðar ásamt fleiri tækjum sem ætlað er að vinna við erfiðar aðstæður. Töflubúnaðurinn frá ABB er hannaður til að standast sömu kröfur. ABB framleiðir mikið úrval aflrofa, lekaliða og sjálfvara sem uppfylla þær ströngu kröfur sem gerðar eru hvort sem það er í iðnaði eða til sjávar og sveita. Þú færð ABB í útibúum Johan Rönning um land allt.
 

HERMIR FYRIR AFLROFA OG NETSKIPTA FRÁ ABB

Aflrofarnir frá ABB hafa mjög fullkomna yfirálagsvörn þar sem mögulegt er að stilla kennilínu varnar eftir gerð álags á rofanum. Meðfylgjandi er slóð á hugbúnað frá ABB sem sýnir hvernig stilla á vörn ABB-aflrofa og er hún aðgengileg á heimasíðu ABB. Smelltu á myndina til að komast í herminn.

Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2018 Johan Rönning, All rights reserved.