Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

JANÚAR 2017

ÁVARP FORSTJÓRA


Ágæti viðskiptavinur.
Við gleðjumst öll yfir því að nóg sé að gera og verkefnastaðan sé góð. Aukin umsvif kalla á hærra þjónustustig og við þökkum jákvæðar móttökur við því sem við höfum unnið að á því sviði. Viðbrögð við morgunopnun útibúa frá klukkan 7.30 hafa verið mjög góð og höfum við fjölgað starfsmönnum á þeim tímum til þjónustuauka fyrir morgunhanana. Við finnum líka fyrir væntingum um hærra þjónustustig varðandi birgðahaldið og höldum umbótum þar áfram. Vefverslun Johan Rönning hefur verið einkar vel tekið og þar ætlum við okkur stóra hluti í framtíðinni. Á nýliðnu ári bættust í hóp okkar öflugir og tæknilega sterkir starfsmenn. Útibú Johan Rönning eru nú orðin sjö og opnun nýjasta útibús félagsins á Grundartanga hefur verið tekið afar vel. Miðlun tækniþekkingar, m.a. með Tæknidögum ABB, gefur einstakt tilefni til nánari samskipta og skoðanaskipta. Við ætlum okkur að halda áfram á þeirri braut, enda finnum við vel hve mikilvægt er að gestum okkar þyki gott og gaman að heimsækja okkur; hvort sem verið er að sækja þekkingu eða vöru. Síðast en ekki síst þá höldum við áfram að efla akstursþjónustu okkar þannig að valið standi um að verja tíma á verkstað í stað þess að sækja vörurnar til okkar; allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Vertu alltaf hjartanlega velkomin/n til okkar – við erum til þjónustu reiðubúin.
 
Haraldur Líndal Pétursson

HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR FRÁ ABB TIL ON

Á næstu vikum munu tvær nýjar hraðhleðslustöðvar frá ABB styrkja þjónustunet Orku náttúrunnar fyrir rafbíla. Stöðvarnar sem koma frá ABB eru af gerð TERRA 53 CJG og geta hlaðið rafbíla með 50 kW DC. Stöðvarnar hafa þrjú tengi. 50 kW CCS fyrir evrópustaðal, 50 kW Chademo og 43 kW type 2 (AC). Stöðvarnar geta hlaðið tvo bíla samtímis ef annar bíllinn er í hleðslu á type 2 tenginu. Stöðvar af sömu gerð hafa verið settar upp víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum og hafa reynst ákaflega vel. Þær eru nettengdar og mögulegt að fjarendursetja. Einfalt er að taka við greiðslu fyrir hverja hleðslu sé þess óskað af rekstraraðila stöðvanna. Hvort sem það væri greiðslukort eða RFID kort. Nánari upplýsingar um stöðvarnar eru að finna á heimasíðu okkar.

Við hjá Johan Rönning óskum Orku Náttúrunnar og rafbílaeigendum til hamingju með nýju stöðvarnar.





 

NÝTT: MYNDAVÉLAKERFI

Johan Rönning hefur tekið í sölu vörur frá Vanderbilt Security. Vanderbilt er leiðandi í sölu og þróun öryggismyndavéla, aðgangsstýringa- og þjófavarnakerfa. Á næstu mánuðum munum við auka vöruúrvalið með því að taka inn nýja flokka frá þessum birgi. En við hefjum leikinn á myndavélakerfum. Eigum á lager nokkrar gerðir af Dome og Bullit myndavélum ásamt fjögra og átta rása upptökutækjum. Allar upplýsingar um búnaðinn er að finna á heimasíðu okkar. Þessu til viðbótar er bæði gaman og fróðlegt að skoða heimasíðu Vanderbilt og sjá hvað fyrirtækið hefur að bjóða. 



 

DREGIÐ ÚR JÓLAPOTTI

 
Í desember mánuði kynntum við einfaldan leik sem var þannig að allir sem versluðu í netverslun okkar á ronning.is í fram að jólum færu í jólapott. Vinningurinn var glæsileg verkfærataska frá Cimco full af verkfærum. Dregið var úr pottinum á þorláksmessu. Heppni viðskiptavinur Johan Rönning var að þessu sinni rafverktakinn Átak ehf á Blönduósi. Við óskum þeim til hamingju með vinninginn sem verður sendur til þeirra.


TÖFLUSKÁPAR FRÁ ABB NÝTT Á LAGER

Johan Rönning mun frá og með deginum í dag hefja sölu á töfluskápum frá ABB. Þetta eru sterkbyggðir skápar sem eru einfaldir í samsetningu. Mikið úrval fylgihluta er í boði svo sem töflueiningar, núll- og jarðskinnur ásamt safnskinnukerfum.
Skáparnir eru boðnir í nokkrum útfærslum. Má þar nefna UK-greiniskápa, A-veggskápa og Twinline gólfskápa. Í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi og köku í útibúum okkar.   Þú færð ABB-vörur hjá Johan Rönning.

VÖRULISTI Á ÍSLENSKU YFIR ABB-TÖFLUSKÁPA

 
Samhliða sölu á ABB-töfluskápum hefur Johan Rönning gefið út veglegan 140 blaðsíðna vörulista á íslensku með myndum, vörunúmerum og ítarlegum tæknilegum upplýsingum um íhluti skápanna. Hvort sem þig vantar yfirlit yfir stærðir skápa, einingar inn í þá eða skinnukerfi í öflugan gólfskáp þá eru allar upplýsingar hér á einum stað. Vörulistann má nálgast hér










 

HANNAÐU ÞINN EIGIN ABB-TÖFLUSKÁP

Á heimasíðu ABB er að finna mikinn fróðleik um allan búnað sem ABB framleiðir. Þar er einnig að finna fjölda hjálpartækja sem einfalda hönnun og vinnu við búnaðinn. e-Design er hugbúnaður sem aðstoðar við hönnun og val á töfluskápum frá ABB utanum þann töflubúnað sem setja skal í skáp. Hugbúnaðurinn er öflugt hjálpartól sem auðveldar hönnun til muna. Smelltu á myndina til að sækja hugbúnaðinn.



 

TÖFLUBÚNAÐUR FRÁ ABB

 
ABB er einn af stærstu framleiðendum rafbúnaðar í heiminum og hafa komið að smíði iðntölva, mótora, háspennubúnaðar ásamt fleiri tækjum sem ætlað er að vinna við erfiðar aðstæður. Töflubúnaðurinn frá ABB er hannaður til að standast sömu kröfur. ABB framleiðir mikið úrval aflrofa, lekaliða og sjálfvara sem uppfyllta þær ströngu kröfur sem gerðar eru hvort sem það er í iðnaði eða einbýli. Til sjávar eða sveita. Þú færð ABB í útibúum Johan Rönning um land allt.


 

FÆRANLEG ÖRYGGISGIRÐING

Það hefur aldrei verið auðveldara né fljótlegra að afmarka jaðar framkvæmdasvæðis. Einn maður getur sett girðinguna upp og tekið hana niður á öruggan hátt á nokkrum mínútum. Útkoman er skýrt skilgreint svæði þar sem fólk getur hvorki beygt sig undir girðinguna né klifrað yfir. Þetta gefur starfsmönnum hugarró þar sem þeir geta unnið verk sín af öryggi á tryggu svæði. Það er jafn auðvelt að taka Rapid Roll niður og að setja hana upp. Snúið einfaldlega sveifinni og þá rúllast girðingin snyrtilega aftur inn í aðalhylkið. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.

Vörunúmer: 70-7000

USB-HLEÐSLUTENGLAR

 
Bjóðum nú tvöfalda USB-hleðslutengla frá Rutenbeck. Þessir nýju tenglar eru 2,5A og geta gefið allt að 2A á annan útganginn. Tenglarnir eru mun öflugri en þeir sem við höfum boðið hingað til og henta því vel fyrir nýjustu spjaldtölvur og snjallsíma, en margar gerðir þessara tækja eru frekar á orku, sérstaklega ef þau eru komin lágt í hleðslu. Tenglarnir passa beint inn í Berker-línurnar, því á þá notast sömu miðjur og á hleðslutenglana frá Berker. Þannig er einnig mögulegt að nota þá með S.1, Q, K og 1930-línum.
Allar upplýsingar eru komnar á heimasíðu okkar.

Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu