Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

JANÚAR 2016

ÁVARP FORSTJÓRA 

Ágætu viðskiptavinir.
Enn færist fjör í leikinn með bættu rekstrarumhverfi og munum við minnast ársins 2015 sem ársins þar sem viðsnúningurinn varð raunverulegur. Samhliða því að fagna góðum árangri í vinnumarkaðskönnun VR enn eitt árið, höfum við verið að undirbúa okkur undir frekari vöxt. Við höfum bætt þjónustuna með lengri opnunartíma útibúa frá klukkan 7:30 á morgnana við góðar undirtektir. Við höfum einnig tekið í notkun öfluga heimasíðu þar sem viðskiptavinir geta nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu félagsins allan sólarhringinn og verslað. Við einsetjum okkur að kynna fjölmargar áhugaverðar nýjungar á þeim vettvangi þegar líður á árið. Við trúum því að sameiginlega geti nýir þjónustuþættir hjálpað viðskiptavinum okkar að undirbúa verk sín betur þannig að tími nýtist enn betur á verkstað. Aukin umsvif kalla á fjölgun í hópi starfsmanna í sölu og þjónustu, en nýir öflugir starfsmenn eru að bætast í góðan hóp starfsmanna félagsins. Í byrjun ársins 2016 opnar félagið nýtt útibú á Grundartanga og væntum við þess að með þessari viðbót munum við ekki eingöngu stórbæta þjónustu okkar fyrir fyrirtækin á svæðinu heldur einnig styrkja okkur sem þjónustuaðila á iðnaðar- og stórnotendasviði. Hjá Johan Rönning gangið þið sem fyrr að vísri traustri þjónustu, reynslu, þekkingu, áreiðanleika, en ekki síður skemmtilegheitum.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Haraldur Líndal Pétursson

NÝTT ÚTIBÚ OPNAR Á GRUNDARTANGA

Á nýju ári munum við opna nýtt útibú á ört vaxandi iðnaðarsvæði við Grundartanga. Svæðið mun á næstu árum styrkjast mikið með tilkomu nýrra fyrirtækja. Rekstarstjóri útibúsins sem verður til húsa við Mýrarkotsveg 2, verður Finnur Rósenbergsson. Hann ætti að vera viðskiptavinum Johan Rönning vel kunnur enda starfað hjá félaginu í yfir 25 ár. 

     

DAGBÓK JOHAN RÖNNING ER KOMIN ÚT


Venju samkvæmt er handbók allra rafvirkja, dagbók Johan Rönning 2016 komin út. Við höfum bætt við töluverðu af upplýsingum í tæknisíðurnar sem alltaf nýtast vel. Má þar nefna yfirlit yfir flest alla perusökkla og utanmál strengja.
Dagbókina má nálgast í öllum útibúum Johan Rönning. 

STRENGKEFLI MEÐ FASTRI MIÐJU

Eigum á lager frá Brennenstuhl strengkefli með fastri miðju. Það þýðir að ef snúrur eru í sambandi við keflið og dregið er út af keflinu þá er ekki þörf á að taka snúrur úr sambandi því miðjan snýst ekki.  Nánari upplýsingar er að finna á myndbandi og á heimasíðu okkar.

Vörunúmer:    Skýringar:
1309500          40 m, kefli úr málmi
1208950          40 m, kefli úr plasti 

ETHERNET FYRIR IÐNAРFRÁ PHOENIX CONTACT

Getum boðið gríðarlega mikið úrval búnaðar fyrir ethernet í iðnaði. Í boði eru víraðar og þráðlausar lausnir sem uppfylla ítrustu kröfur um áræðanleika, styrk og þéttleika. Á heimasíðu Phoenix Contact er að finna nánari upplýsingar yfir þennan búnað. Kynntu þér málið og við sendum þér verð um hæl.





 

NÝTT Á LAGER:               DEYFIR FYRIR LED-LJÓS

Höfum tekið á lager deyfi frá ABB til að laga ýmis vandamál sem tengjast LED-ljósum. Deyfinn má til dæmis nota á til að koma í veg fyrir sjálfræsingu spar- eða LED pera. Hann kemur einnig í veg fyrir eftirljóma þegar slökkt hefur verið á lágspenntum halógen eða LED perum, sem getur myndast vegna gáruspennu eða í tengslum við þrýstiljósdeyfa án núlltengingar. Deyfirinn dregur úr suði eða brúmmi í rafeindaspennum sem tengjast ljósdeyfum, hvort sem er snúnings- eða þrýstideyfum án núlls. Hann fjarlægir einnig gáruspennu á stýrilínum fyrir gardínurofa sem stýra fleiri en einum gardínumótor. Lengd tengivíra er 235 mm.
Vörunúmer:    Utanmál [mm]:
6599-0-2290    22 x 25

DREGIÐ Í JÓLALEIK         


Allir viðskiptavinir Johan Rönning sem versluðu vörur í vefverslun okkar á ronning.is voru settir í pott og dregið úr nöfnum þeirra. Sá heppni sem var dreginn út var Hermann Jónsson, Rafvör, rafverktaki í Þorlákshöfn og hlýtur hann í verðlaun verkfæratösku fulla af verkfærum frá Cimco. Anný Björk Guðmundsdóttir rekstrarstjóri Johan Rönning á Selfossi afhenti Hermanni töskuna. 

NÝTT Á LAGER: TENGLAEINING Í BORÐ

Útdraganleg tenglaeining á frábæru verði til ísetningar í borðplötu. Einingin hefur þrjá jarðbundna tengla sem er snúið um 45° frá lóðlínu. Litur einingar er burstað ál/svart. Lengd snúru er tveir metrar. Gatmál í borðplötu er aðeins 60 mm.

Vörunúmer:    
1396200003 

NÝTT Á LAGER:               SAMTENGI - QPD

Eigum fyrirliggjandi frábær samtengi frá Phoenix Contact fyrir strengi sem eru 0,5 til og með 2,5q. Tengin eru í varnarflokki IP68 / IP69K og henta því vel í lagnir í erfiðu umhverfi svo sem í iðnaði eða garðlýsingu. Áverkaþol þeirra er IK07. Samtengin eru í boði í nokkrum útfærslum. Má þar nefna T-grein eða krosssamtengi. Mögulegt er að loka ónotuðum tengjum. Einnig eru í boði tengi til að setja á box eða kassa. Nánari upplýsingar um frágang og virkni tengjanna má finna á myndbandi

 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu