UPS varaaflgjafar

Við getum útvegað allar stærðir og gerðir UPS varaaflgjafa frá ABB.

ABB sérhæfir sig í búnaði fyrir afldreifingu, orkufrekan iðnað, stýringar og sjálfsvirkjun. Lína þeirra í UPS varaaflgjöfum er orðinn mjög fjölhæf og er ABB þekkt fyrir að framleiða gæða vörur. Til eru nokkrar UPS vörulínur sem að henta mismunandi uppsetningum og aflstærðum, allt frá minni uppsetningu upp í stóriðnað.

PowerValue lína ABB eru UPS varaaflgjafar á hagstæðu verði hugsaðir fyrir minni uppsetningar upp í meðalstórar. Aflstærðir eru alveg frá 600VA og upp í 20kVA eftir týpum. Bæði er hægt að fá frístandandi sem og tölvuskápa einingar innan PowerValue línanna. 

Powervalue 11 LI UP og PRO eru ódýrir frístandandi USP varaaflgjafar sem henta í litlar uppsetningar og eru stærðir þeirra 600VA upp í 2kVA. Mynd af þeim er hér að neðan.

Einnig erum við að selja rafhlöður fyrir UPSa. Ef þið þurfið að uppfæra rafhlöður í eldri uppsetningu eða þurfið einfaldlega rafhlöður í aðrar þarfir þá getið þið verið í bandi við okkur

Endilega verið í sambandi við Birgi Inga til forvitnast meira um vöruúrvalið í póstfangið birgirj@ronning.is.  

19" veggskápar í svörtu

Við höfum tekið á lager 19" veggskápa í svörtu. Markaðurinn kallar eftir að fá vöru í svörtum lit og reynum við að mæta því eins og við getum. Skáparnir og íhlutirnir koma frá Zpas og er um virkilega vandaða skápa að ræða. Þeir koma með glerhurð ásamt því að hægt er að opna hliðar og auðveldar það yfirsýn og aðgengi að búnaði. Hann kemur í stærðum frá 4U til 15U.

Leitið til sölumanna okkar til að fá frekari upplýsinga eða skoðið þá inn á Rönning.is

Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Hleðslustöðvar frá ABB
Núna erum við komin með hleðslustöðvar frá ABB. Stöðvarnar sem við tókum á lager eru einfasa 7,4 kW og þriggja fasa 22 kW. Stöðvunum er hægt að stjórna í gegnum síma þar sem er hægt að stilla ýmsar aðgerðir ásamt því að sjá upplýsingar um hleðsluna.

Endilega hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur þetta nánar. 
Frír akstur í febrúar
Í febrúar mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða uppá þetta þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu út febrúar.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Alltaf heitt á könnunni
Norður- og austurland hefur fengið að finna fyrir Vetur konungi undanfarnar vikur.

Við viljum minna á að það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.

Þessar myndir voru sendar frá okkar fólki á Akureyri og Reyðarfirði.
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar