Bóndadagskaffi á Selfossi

Selpurnar í útibúi okkar á Selfossi buðu viðskiptavinum okkar í kaffi á fyrsta degi þorra. Þetta er skemmtileg hefð sem myndast hefur og mætingin vex á hverju ári. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.
  

   

Light & Building

Dagana 8 – 13. mars verður haldin sýningin Light & Building í Frankfurt. Árlega fer fjöldi rafiðnaðarmanna og hönnuða á sýninguna til að fræðast um nýjungar sem alla jafna eru kynntar á sýningunni. Við hjá Johan Rönning verðum á staðnum og munum vera á sýningarsvæðum okkar helstu birgja þriðjudaginn 10. mars. Í lok þess dags verður haldið í óvissuferð á vegum Johan Rönning. Ef þú ert á leið til á sýninguna þá máttu gjarnan senda upplýsingar um nafn, fyrirtæki og fjölda þeirra sem fara á netfangið oskar@ronning.is

EM í handbolta

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Íslenska landsliðið í handbolta er búið að standa í ströngu á Evrópumótinu í Svíþjóð núna í janúar. Útibú okkar á Reyðarfirði og í Hafnarfirði stóðu fyrir viðburðum í kringum leiki okkar manna. Það er gaman að koma saman og styðja okkar menn í gegnum súrt og sætt.
  

Áfelldur tengill í Svörtu

Eftirspurn eftir raflagnaefni í svörtum lit hefur stór aukist undanfarin ár. Við eigum mikið úrval af kapalstokkum og tenglaefni í svörtu. Núna vorum við að fá vinsæla tvöfalda tengilinn frá elko í svörtu. Hann er kominn á lager og er hægt að nálgast hann meðal annars á heimasíðu okkar Rönning.is
 

                

Fyrirlestur

Þann 23. janúar síðastliðinn var Óskar Gústavsson viðskiptastjóri hjá okkur með fyrirlestur hjá Rafmennt.  Hann fjallaði þar um þær áskoranir sem rafvirkjar standa frammi fyrir vegna leka- og ræsistrauma í nýjum rafbúnaði. Hvers vegna eru þeir til staðar og hvað þarf að hafa í huga við val á rafbúnaði. Fín mæting var á fyrirlesturinn og hvetjum við viðskiptavini okkar til að fylgjast með dagskránni hjá Rafmennt því þar er margt sniðugt í boði.


Innfellt útiljós

Það hefur verið vandamál þegar á að setja lýsingu úti, t.d. í þakkant, að flest ljós eru bara varin að neðanverðu og straumgjafinn oftast áfeldur. Nú höfum við tekið á lager lampa frá Collingwood sem er IP65 allan hringinn og með innbyggðum straumgjafa. Hentar hann því mjög vel í lýsingu utanhúss.
Lampann má nálgast í vefverslun okkar Rönning.is 

Rönning.is

Mikill aukning hefur verið í notkun á heimasíðu okkar Rönning.is

Síðan er öflugt tæki til að fá upplýsingar um þær vörur sem við bjóðum uppá. Með innskráningu er hægt að sjá verð og birgðastöðu ásamt því að geta verslað í netverslun. Við erum með öflugt teymi á bakvið síðuna sem svarar þeim póstum sem berast í gegnum tölvupósta og facebook.



Vilt þú og þitt fyrirtæki fá kynningu á síðunni og möguleikum hennar? Endilega hafðu samband á vefur@ronning.is og við finnum tíma til að hitta ykkur. Tilvalið að kíkja í hádeginu, fá sér pizzu með okkur og kynnast vefnum betur.
 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar