Febrúar 2019

Handverksmeistari Johan Rönning  #jrhandverk

Johan Rönning hefur opnað instagram-reikning undir heitinu ronning.is. Ætlun okkar er að fá viðskiptavini til að setja þar inn myndir af sínu frábæra handverki sem er unnið úr raflagnaefni frá Johan Rönning og merkja myndina #jrhandverk. Myndin má sýna allt gott handverk, innan rafiðna. Má þar nefna töflusmíði, strengstigalögn, lýsingu eða annað sem viðkomandi er sérstaklega ánægður með. Í hverjum mánuði munum við velja besta handverkið. Við hefjum leik með því að veita vegleg verðlaun fyrir handverk febrúar mánaðar sem er hleðsluborvél frá DeWalt. Taktu þátt með því að setja inn mynd af þínu handverki #jrhandverk


Það eina sem þarf að gera er að merkja myndina á instagram með #jrhandverk

Sameining á kennitölum S. Guðjónsson og Johan Rönning

Þann 1. febrúar 2019 sameinaðist S.Guðjónsson kennitölu Johan Rönning ehf. en verður rekin sem sjálfstæð rekstrareining undir nafni S.Guðjónsson.
Undir sömu kennitölu eru fyrir Vatn & veitur, Sindri og Sindri Vinnuföt og geta núverandi viðskiptavinir Johan Rönning einnig notað viðskiptamannareikning sinn við úttektir hjá þessum fyrirtækjum ef þeir óska eftir því.

Við erum sannfærð um að breytingin muni til framtíðar efla þjónustu til viðskiptavina Johan Rönning og  S.Guðjónsson.

Innbyggð hleðslustöð fyrir rafbíl

Þessar frábæru innbyggðu hleðslustöðvar frá Phoenix Contact eru nú loks fáanlegar. Stöðvarnar eru stillanlegar frá 3,6 - 43 kW og henta því til hleðslu fyrir alla rafbíla. Hleðslutengillinn er festur í plötu úr ryðfríu stáli (316) en annar rafbúnaður er settur upp fyrir innan vegg, til dæmis í rafmagnstöflu hússins í skjóli fyrir veðri og vindum. Stöðin hentar sérlega vel fyrir sérbýli þar sem vanda á allan frágang. Sölumenn veita góðfúslega frekari upplýsingar.


 

Johan Rönning og Hager styrkja FB

Nú í janúar afhentum við Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að gjöf rakaheldar greinatöflur frá Hager. Þessar töflur eru 24 greina, eru sérlega sterkbyggðar og henta vel til kennslu þar sem mikill fjöldi nemenda vinnur verkefni með þeim á hverri önn.  Hér má sjá Víði Stefánsson sviðsstjóra verknáms í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka við töflunum af Helga Guðlaugssyni viðskiptastjóra hjá Johan Rönning. Nánari upplýsingar um þessar verklegu greinatöflu má finna á heimasíðu okkar.

Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.

Vörunúmer:             Lýsing:                                                               Breidd:                                         
F202B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 2-póla, gerð B      2 DIN-einingar
F204B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 4-póla, gerð B      4 DIN-einingar
 

Iðnaðar-svissar

Bjóðum í miklu úrvali svissa frá Phoenix Contact sem henta vel í iðnaðarumhverfi. Fjölbreytileikinn er mikill. Má nefna ethernet inn og út, ljósleiðari inn og ethernet út, ásamt PoE. Svissarnir eru einnig í boði til festinga í 19"-rekka. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Phoenix Contact.


 

Lekaliðar með sjálfvirkri prófun og endursetningu



Johan Rönning kynnir frábæra lekaliða frá ABB sem geta lækkað rekstrarkostnað með því að prófa liðana sjálfvirkt á 28 daga fresti, samkvæmt EN 61008,  án þess að rjúfa þurfi liðana. Upplýsingar um stöðu má svo senda inn á hússtjórnarkerfi. Tvær gerðir eru í boði, F-ATI sem hefur sjálfvirka prófun og F-ARI sem hefur sjálfvirka prófun og endursetningu ef bilun verður á lögn. Ef það gerist þá einangrunarmælir liðinn lögnina á tveggja mínútna fresti og setur liðann inn þegar bilun hefur verið fjarlægð. Lekaliðarnir eru í boði í stærðum 25 - 63 A, 30 eða 300 mA, tveggja og fjögurra póla. 

LED-borðar frá SLC 



Höfum tekið á lager borða og fylgihluti frá SLC. Borðarnir koma á 5 metra rúllum með fortengdum 2 metra fæðivírum í báða enda. Líftiminn er 50.000 klst. (L70B50) McAdam 3, 3M 300LSE límborði og með 5 ára ábyrgð. Úrval af álprófílum og ljóshlífum. Einnig eru margir möguleikar í stýringum og mjög áhugaverðar RF þráðlausar lausnir.

Glæsilegur vörulisti með upplýsingum um vöruna er í boði. Þar er lýst tæknilegum eiginleikum borðanna, góðum tengimyndir fylgja ásamt myndum úr verkefnum þar sem er að finna upplýsingar um borða, prófila og ljóshlífar sem notaðar voru í verkið.
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar