FEBRÚAR 2018

NÝJUNGAR Á RONNING.IS

Á síðastliðum vikum höfum við betrumbætt vefinn okkar www.ronning.is  talsvert og eru komnar nokkrar áhugaverðar viðbætur sem vert er að kynna. Stóraukinn hraði á vefnum. Nú tekur nánast enga stund að setja vörur í körfu til að versla. Ný vöruflokkavalmynd með myndum sem eykur talsvert á þægindin við að vafra um vörutré okkar. Efnishandbók fyrir verktaka, hraðpöntun, reikningar aðgengilegir og birgðastaða sýnileg. Nauðsynlegt er að vera með aðgang að vefnum til að nota þessa nýju viðbætur. Við hvetjum alla þá sem vilja nýta sér þessa valmöguleika að skrá sig fyrir aðgang. Hægt er að sækja um aðgang hér


 

EFNISHANDBÓK VERKEFNIS

Nú má safna vörum í óskalista og á þeirri síðu er hægt að gera efnishandbók með þeim vörum sem notandinn hefur sett á listann. Hægt er að velja sína eigin forsíðumynd, til dæmis mynd af húsbyggingu verkefnis, sinn eigin titil og merkja efnishandbókina með merki fyrirtækis. Mögulegt er að setja vörur á óskalista með þar til gerðun hnappi á vörusíðu og er svo má nálgast óskalistasíðu sína hér

BIRGÐASTAÐA SÝNILEG Á VEFNUM

Birgðastaða allra útibúa er nú aðgengileg á vörusíðum og í körfu. Nú sér viðskiptavinur á vörusíðum það magn sem til er í birgðum í verslunum Johan Rönning og í körfu er mögulegt að fara yfir magn vöru sem ætlunin er að panta og stemma af hvort að það magn sem óskað er sé til í birgðum. Þessi aðgerð er gerð til að auka við þjónustu þeirra sem kjósa að versla á vef Johan Rönning.

HRAÐPÖNTUN Á VEFNUM

Nú er mögulegt að hlaða upp Excel skrá með vörunúmerum til að setja margar vörur í körfuna á svipstundu, skráin þarf einungis að innihalda vörunúmer og magn þess sem panta skal. Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og Excel skjal til sýnis má finna hér

STILLINGAR VEFAÐGANGS

Nú eru fjórar gerðir vefaðgangs í boði með mismunandi virkni á vefnum. Allt eftir því hvaða leið hentar.
1. Fullur aðgangur, með þessari tengingu sér notandi afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis, sér birgðastöðu á vörum í verslunum Johan Rönning, getur gert pantanir á vörum í vefverslun og getur sér reikninga og aðrar viðskiptafærslur.
2. Takmarkaður aðgangur, með þessari tengingu getur viðkomandi gert pantanir á vörum í vefverslun en sér ekki afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis og hefur ekki aðgang að reikningum eða öðrum viðskiptafærslum.
3. Eingöngu vefverslun,  með þessari tengingu sér notandi afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis, sér birgðastöðu á vörum í verslunum Johan Rönning og getur gert pantanir á vörum í vefverslun en hefur ekki aðgang að reikningum eða öðrum viðskiptafærslum.
4. Eingöngu reikningar, með þessari tengingu fær viðkomandi aðgang að reikningasíðu en ekki vörum eða öðrum hlutum vefsíðunar.

VILTU VINNA GLÆSILEGAR VÖRUR FYRIR AÐ VERSLA?

Allir viðskiptavinir Johan Rönning sem versla í vefverslun okkar í febrúar og mars eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er að versla í vefverslun okkar. Í boði verða sett með hersluvél og borvél. Eitt sett verður dregið út í lok febrúar og svo annað í lok mars. Smelltu á ronning.is og taktu þátt með því einu að versla í vefverslun okkar.





 

FJÖLBRAUTASKÓLINN Í BREIÐHOLTI FÆR GJÖF FRÁ BERKER

Í janúar færði Berker FB 12 kennslusett af nýja EASY hússtjórnakerfinu, Hvert kerfi samstendur af öllu sem til þarf, rofum, stjórnstöð, aflgjafa, símaeiningu, ljósdeyfum, rofaliðum, hreyfiskynjara og hitastýringum fyrir gólfhitamottur. Easy hússtjórnarkerfið er hluti af þeirri byltingu sem er að eiga sér stað í APP væðingu nútímaheimilisins.Það er okkur hjá Johan Rönning mikil ánægja að hafa haft milligöngu um  þessa rausnarlegu gjöf.

BERKER GEFUR KENNSLUBÚNAÐ TIL TÆKNISKÓLANS

Berker hefur í gegnum tíðina verið stórtækt við að bæta kennslu í rafiðnaðardeildum skóla á Íslandi, með því að gefa þeim reglulega hússtjórnarkerfi, bæði með því að endurnýja það sem eldist og bæta við þegar og nýjungar koma fram. Í janúar færði Berker Tækniskólanum tólf kennslusett af nýja EASY hússtjórnakerfinu, Hvert kerfi samstendur af öllu sem til þarf, rofum, stjórnstöð, aflgjafa, símaeiningu, ljósdeyfum, rofaliðum, hreyfiskynjara og hitastýringum fyrir gólfhitamottur. 


 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2018 Johan Rönning, All rights reserved.