Óskalisti Rafvirkjans
Kominn er út "Óskalisti Rafvirkjans 2020". Í honum eru vel valin verkfæri sem tilvalið er að grípa með sér núna í desember á frábæru verði. Eins ef þú ert að leita af jólagjöf handa verðandi rafvirkja þá er tilvalið að nýta sér þessi glæsilegu tilboð.

Renndu yfir listann hér og svo getur þú gengið frá kaupum á heimasíðunni okkar Rönning.is eða verslað þessar vörur í einu af fjölmörgu útibúum okkar. 
Hleðslustöðvar frá ABB
Núna erum við komin með hleðslustöðvar frá ABB. Stöðvarnar sem við tókum á lager eru einfasa 7,4 kW og þriggja fasa 22 kW. Stöðvunum er hægt að stjórna í gegnum síma þar sem er hægt að stilla ýmsar aðgerðir ásamt því að sjá upplýsingar um hleðsluna.

Endilega hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur þetta nánar. 
Frír akstur í desember
Í desember mun Johan Rönning bjóða frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða uppá þetta þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu til áramóta.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Við erum til staðar fyrir þig
Í ljósi áframhaldandi samkomutakmarkana höfum við aðlagað starfsemi okkar með öryggi og heilsu viðskiptavina og starfsfólks að leiðarljósi.
 
Viðskiptavinir geta sótt til okkar þjónustu í tvö rúmgóð sóttvarnahólf í Klettagörðum. Þetta er gert gegnum aðalinngang og inngang á vinstri hlið hússins. Þar verður starfsfólk okkar til þjónustu reiðubúið alla virka daga frá 07:30-17:00.
 
Við minnum á að hægt er að gera pantanir gegnum heimasíðu okkar
www.ronning.is og hringja í síma 5 200 800.
 
Útibúin okkar verða áfram opin eins og áður og þar verður að sjálfsögðu einnig gætt að ítrustu sóttvörnum.

Við minnum á að við erum öll almannavarnir!
Útibúið á Selfossi
Á Selfossi höfum við rekið útibú í 14 ár að Eyrarvegi 67. Þar ræður hún Anný Björk ríkjum og sér til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Það hefur verið mikil uppbygging fyrir austan fjall undanfarið og er mikið framundan. Við höfum þurft að fjölga þar starfsfólki jafnt og þétt til að mæta þeirri miklu eftirspurn sem er á svæðinu. Á heimasíðunni okkar Rönning.is getur þú séð allt um opnunartíma, símanúmer og starfsmenn á Selfossi.

Á meðfylgjandi mynd frá því sumar má sjá starfsmenn útibúsins á "íþrótta" þema degi hjá okkur.
 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar