Desember 2019

Óskalisti rafvirkjans

Nú er kominn út Óskalisti Rafvirkjans 2019. Fjöldi tilboða sem gilda í allan desember. 
Óskalistann má skoða á Rönning.is og eru hlekkir þar inn á vefverslun okkar.
Tilvalið er að gera pöntunina í gegnum vefverslun því allir sem versla á vefnum í desember fá glaðning (sjá næstu frétt).

Smelltu hér til að skoða Óskalistann í heild sinni


Eik og Helgi taka vel á móti ykkur í Klettagörðum.
Glaðningur með netpöntunum í desember
Fram að jólum fylgir 1 kg. dós af Quality Street góðgæti með öllum pöntunum sem gerðar eru í gegnum vefverslun Rönning.is (ein dós per pöntun/viðskiptavin á dag).
Við skorum á alla sem ekki eru með aðgang að heimasíðunni okkar að sækja um aðgang og prófa að versla við okkur þar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Sveinberg og Torfa starfsmenn vefdeildar við Quality Street fjallið, þið þurfið að vera dugleg að panta svo þeir þurfi ekki að borða þetta sjálfir.

Jólahangikjöt 2019
Nú er allt komið á fullt í undirbúningi fyrir árlegt jólahangikjötsboð okkar. Þetta er í þrettánda skipti sem við bjóðum viðskiptavinum og velunnurum í hangikjöt og heldur þetta áfram að vaxa ár frá ári. Í fyrra komu rúmlega 1500 manns. Gaman væri að sjá þig mæta. 

Jólahangikjöt verður í hádeginu á eftirtöldum stöðum:
 5. des.    Klettagarðar, Reykjavík
 6. des.    Eyrarvegur, Selfoss
11. des.   Mýrarholtsvegur, Grundartangi
11. des    Nesbraut, Reyðarfjörður
12. des.   Draupnisgata, Akureyri

Rönning.is
Mikill aukning hefur verið í notkun á heimasíðu okkar Rönning.is

Síðan er öflugt tæki til að fá upplýsingar um þær vörur sem við bjóðum uppá. Með innskráningu er hægt að sjá verð og birgðarstöðu ásamt því að geta verslað í netverslun. Við erum með öflugt teymi á bakvið síðuna sem svarar þeim póstum sem berast í gegnum tölvupósta og facebook.

Vilt þú og þitt fyrirtæki fá kynningu á síðunni og möguleikum hennar? Endilega hafðu samband á vefur@ronning.is og við finnum tíma til að hitta ykkur. Tilvalið að kíkja í hádeginu, fá sér pizzu með okkur og kynnast vefnum betur.

Endurbætur á heimasíðu
Vefverslun okkar er í stöðugri þróun og erum við að vinna í að gera hana notendavænni. Stærsta breytingin sem við erum að innleiða núna er að setja vörur í svokölluð afbrigði. Það þýðir að ef þú ert t.d. að versla aflstreng þá er farið inní vöruna og þar þarf að velja fjölda leiðara og gildleika áður en varan er sett í körfu.

Fleiri vörur munu á næstunni fara í þetta fyrirkomulag og mun það einfalda talsvert að finna það sem leitað er að í sístækkandi vörulista okkar.





Hægt er að skoða 1kV koparstrengi á vefnum með þessu nýja fyrirkomulagi með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

https://www.ronning.is/koparstrengir-1kv

 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar