DESEMBER 2017

JÓLAHANGIKJÖT 

Jólahangikjöt Johan Rönning verður að þessu sinni haldið í ellefta sinn. Þessi viðburður sem hjá mörgum er orðinn hluti af jólahátíðinni hefur vaxið að umfangi með hverju ári. Nú í desember bjóðum við til Jólahangikjöts í hádeginu í útibúum okkar eftirfarandi daga:

7. des.    Klettagörðum, Reykjavík
8. des.    Draupnisgötu, Akureyri
8. des.    Eyrarvegi, Selfossi
12. des.  Nesbraut, Reyðarfirði
13. des.  Mýrarholtsvegi, Grundartanga 

 

ÓSKALISTI RAFVIRKJANS 2017 ER KOMINN ÚT

Óskalisti rafvirkjans fyrir jólin 2017 er kominn út. Listinn er stútfullur af spennandi hugmyndum fyrir jólasveina og meistara. Venju samkvæmt er áhersla lögð á verkfæri og mælitæki. Smelltu á myndina til að nálgast listann. Prentaða útgáfu má nálgast í öllum útibúum Johan Rönning.

VIÐNÁMSMÆLAR OG GREININGATÆKI FRÁ MEGGER

Johan Rönning býður mikið úrval af einangrunarviðnámsmælum frá Megger. Mögulegt er að fá mælana með 5, 10 eða 15 kV hámarksútgangsspennu. Mælana má fá með minni til að vista mælingar og flytja í tölvu. Þeir eru allir CAT IV 600-1000V og geta mælt allt að 35 TΩ. Mælarnir geta unnið hvort sem er beintengdir við 230VAC eða á rafhlöðu. Varnarflokkur hans er IP65 þegar mælirinn er lokaður en IP40 þegar mæling er í gangi. Nánari upplýsingar um mælitækin frá Megger er að finna á heimasíðu okkar.




 

LENTI VIÐSKIPTAVINUR ÞINN Í TJÓNI VEGNA ELDINGA?

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um það tjón sem einstaklingar og fyrirtæki urðu fyrir af völdum spennuhækkunnar á veitukerfinu sem talið er að hafi orsakast vegna eldinga sem laust niður sunnudaginn 5. nóvember. Með réttum búnaði er einfalt að koma í veg fyrir að spennupúlsar fari inn í hús eða inn á tæki. Við bjóðum lausnir frá Phoenix Contact sem einfalt er að koma fyrir. Nánri upplýsingar er að finna hér:

 

ABB HRAÐABREYTAR

ASC 580 hraðabreytar eru samhæfðir í öllum stærðum frá 0,75kw -250kW,  veggfestir og 250kW til 500kW til innsetningar í gólfskápa. Þessir breytar henta vel í nánast allar mótorstýringar í iðnaði, gerðir fyrir kröfuharða notendur, sem vilja búnað fyrir erfiðar aðstæður. Þeir eru framleiddir í IP21 og IP55 útfærslum, öll rafborð eru lökkuð sem hlífir þeim fyrir umhverfisáhrifum eins og á háhitasvæðum. Allir ACS 580 hraðabeytar eru reynslukeyrðir hjá framleiðenda á fullu álagi við 50°C hámarkshita. Stjórnborð fylgir alltaf með hverjum hraðabreyti, eða val um stjórnborð með Bluetooth viðmóti og Smart phone stjórnun á hraðabreyti. ACS 580 er með EMC C2 filter (EN61000-3-12)sem leyfir uppsetningar á almennu rafneti , án þess að valda öðrum notendum truflunum.

FYLGIHLUTIR ABB HRAÐABREYTA

 STO (safe torgue off) er innbyggt samkv. SIL 3,Ple og einnig bremsuviðnám ( Brake Choooer ) upp að 22kW. ACS 580 er með innbyggða Modbus samskiptabraut og einn af þeim örfáu aukahlutum sem ekki fylgja með eru t.d eftirtaldar samskiptabrautir: Profibus DP, Ether Net ProfiNet IO og nokkrir aðrir. Við ræsingu á mótor í fyrsta skipti þarf aðeins að setja inn nokkur gildi sem eru á spjaldi mótors og er það gert á stjórnborði hraðabreytis, eða með Blootooth stjórnborði. Einnig er mjög auðvelt að hlaða niður af neti  hugbúnði frá ABB sem er ókeypis og kallast ABB Drive Composer. Við stærri uppsetningar er gott að hafa öflugri hugbúnð frá ABB Drive Composer Pro. Einnig má skoða myndband á Youtube til leiðbeiningar.


 

easy - HÚSSTJÓRNARKERFI FRÁ BERKER

Kynningar á nýja easy-hússtjórnarkerfinu hafa verið haldnar víða um land síðast liðnar vikur og verður svo áfram næstu mánuði. Easy er hússtjórnarkerfi, sem er hannað fyrir íbúðarhúsnæði og minni verk en er samt sem áður mega vera allt að 256 víraðar einingar í kerfinu. Easy er mjög einfalt í forritun og ekki þarf að kaupa forrit né fara á langt námskeið til að forrita það. Samt sem áður býður easy upp á nánast allar almennu lausnir og fullvaxið KNX hússtjórnarkerfi.  Nú þegar eru nokkur easy-kerfi komin í gagnið og er mikil ánægja með þau. Við viljum bjóða áhugasömum rafvirkjum og hönnuðum að hafa samband við okkur og svo munum í sameiningu finna heppilega tíma fyrir kynningu. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Ásgeir (asgeir@ronning.is) eða Helga (helgig@ronning.is).


Qi MOON 

Þetta ljós er ekki frá Norður-Kóreu þrátt fyrir nafnið. LED-loftljósið hefur marga kosti sem fagmenn kunna að meta. Það er einungis 32mm á dýpt, mjög einfalt í uppsetningu og passar beint á loftdós. Nýtískulegt útlit og dimmanlegt. Varnarflokkur þess er IP40 og ábyrgðartími 5 ár.
1650 lúmen 15 W CRI>80
Líftími: 40.000 klst (L70B50)
Málsetningar: 300 x 32 mm

Vörunúmer: 3300007

ALLROUND GYRO 

Þessi innfelldi LED lampi hefur verið vinsæll og þá aðallega fyrir litla innfellidýpt, 40 mm og ekki er þörf á hitahlíf fyrir ofan líkt og öðrum ljósum. Nú kemur hann með roðadeyfingu (3-2000K). Varnarflokkur hans er IP44 og ábyrgðartími 5 ár.
520 lúmen 10W Cri>95
36°geisli veltanlegur 30° í allar áttir
Líftími 50.000 klst (L70B50)
Gatmál/mesta mál: 83/96 mm
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.