Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

DESEMBER 2016

JÓLAHANGIKJÖT         JOHAN RÖNNING

Jólahangikjöt Johan Rönning verður að þessu sinni haldið í ellefta sinn. Þessi viðburður sem hjá mörgum er orðinn hluti af jólahátíðinni hefur vaxið að umfangi með hverju ári. Nú í desember bjóðum við til Jólahangikjöts í hádeginu í útibúum okkar eftirfarandi daga:

8. des.    Klettagörðum, Reykjavík
9. des.    Draupnisgötu, Akureyri
9. des.    Eyrarvegi, Selfossi
14. des.  Mýrarholtsvegi, Grundartanga 
16. des.  Nesbraut, Reyðarfirði



 

ÓSKALISTI RAFVIRKJANS 2016 ER KOMINN ÚT

Óskalisi rafvirkjans fyrir jólin 2015 er kominn út. Listinn er stútfullur af spennandi hugmyndum fyrir jólasveina og meistara. Venju samkvæmt er áhersla lögð á verkfæri og mælitæki. Smelltu á myndina til að nálgast listann. Prentaða útgáfu má nálgast í öllum útibúum Johan Rönning.

TÖFLUSKÁPAR FRÁ ABB NÝTT Á LAGER

Johan Rönning mun frá og með deginum í dag hefja sölu á töfluskápum frá ABB. Þetta eru sterkbyggðir skápar sem eru einfaldir í samsetningu. Mikið úrval fylgihluta er í boði svo sem töflueiningar, núll- og jarðskinnur ásamt safnskinnukerfum.
Skáparnir eru boðnir í nokkrum útfærslum. Má þar nefna UK-greiniskápa, A-veggskápa og Twinline gólfskápa. Í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi og köku í útibúum okkar.   Þú færð ABB-vörur hjá Johan Rönning.

VÖRULISTI Á ÍSLENSKU YFIR ABB-TÖFLUSKÁPA

 
Samhliða sölu á ABB-töfluskápum hefur Johan Rönning gefið út veglegan 140 blaðsíðna vörulista á íslensku með myndum, vörunúmerum og ítarlegum tæknilegum upplýsingum um íhluti skápanna. Hvort sem þig vantar yfirlit yfir stærðir skápa, einingar inn í þá eða skinnukerfi í öflugan gólfskáp þá eru allar upplýsingar hér á einum stað. Vörulistann má nálgast hér









 

HANNAÐU ÞINN EIGIN ABB-TÖFLUSKÁP

Á heimasíðu ABB er að finna mikinn fróðleik um allan búnað sem ABB framleiðir. Þar er einnig að finna fjölda hjálpartækja sem einfalda hönnun og vinnu við búnaðinn. e-Design er hugbúnaður sem aðstoðar við hönnun og val á töfluskápum frá ABB utanum þann töflubúnað sem setja skal í skáp. Hugbúnaðurinn er öflugt hjálpartól sem auðveldar hönnun til muna. Smelltu á myndina til að sækja hugbúnaðinn.



 

TÖFLUBÚNAÐUR FRÁ ABB

 
ABB er einn af stærstu framleiðendum rafbúnaðar í heiminum og hafa komið að smíði iðntölva, mótora, háspennubúnaðar ásamt fleiri tækjum sem ætlað er að vinna við erfiðar aðstæður. Töflubúnaðurinn frá ABB er hannaður til að standast sömu kröfur. ABB framleiðir mikið úrval aflrofa, lekaliða og sjálfvara sem uppfyllta þær ströngu kröfur sem gerðar eru hvort sem það er í iðnaði eða einbýli. Til sjávar eða sveita. Þú færð ABB í útibúum Johan Rönning um land allt.


 

FÆRANLEG ÖRYGGISGIRÐING

Það hefur aldrei verið auðveldara né fljótlegra að afmarka jaðar framkvæmdasvæðis. Einn maður getur sett girðinguna upp og tekið hana niður á öruggan hátt á nokkrum mínútum. Útkoman er skýrt skilgreint svæði þar sem fólk getur hvorki beygt sig undir girðinguna né klifrað yfir. Þetta gefur starfsmönnum hugarró þar sem þeir geta unnið verk sín af öryggi á tryggu svæði. Það er jafn auðvelt að taka Rapid Roll niður og að setja hana upp. Snúið einfaldlega sveifinni og þá rúllast girðingin snyrtilega aftur inn í aðalhylkið. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.

Vörunúmer: 70-7000

NÝ GERÐ AF RAÐTENGJUM FRÁ PHOENIX CONTACT

 
Höfum tekið á lager PT-raðtengi frá Phoenix Contact. PT-tengin eru þeim kostum búin að ekki er þörf á verkfæri til að þrýsta vírnum inn í tengið og tengin eru aðeins 3,5 mm á breidd sem setur þau í flokk með allra minnstu raðtengjum á markaðinum. Þau eru að sjálfsögðu til í ýmsum útfærslum svo sem tvö- og þreföld eða fyrir skynjara. Tengin sem eru 1,5q taka minnst 0,25q einþættan vír eða 0,34q vír með endahulsu. Nánari upplýsingar er að finna hér:
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu