Yfirspennuvari frá Phoenix Contact
Með breyttu veðurfari hérlendis undanfarin ár hefur orðið fjölgun á eldingum.
Á sama tíma er verðmæti rafbúnaðar hjá okkur alltaf að aukast.
Ert þú með yfirspennuvarnir í lagi hjá þér?  Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval yfirspennuvarna frá Phoenix Contact.
Frekari upplýsingar um yfirspennuvarnir frá Phoenix Contact veita sölumenn okkar.
Hafa samband við sölumann
Húsavíkurkirkja uppljómuð með lömpum frá Willy Meyer Lighting frá Johan Rönning
Í miðju bæjarstæði Húsavíkur við Garðarsbraut 11 stendur Húsavíkurkirkja, þrílit timburkirkja eða svokölluð krosskirkja í Schweitzerstíl og er byggð úr norskum við. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkítekt og var hún vígð 2. júní 1907 og var svo friðuð 1982.

 Í rökkrinu stendur kirkjan glæsileg og uppljómuð með Uplight lömpum frá Meyer Lighting | International sem eru fáanlegir í Johan Rönning. Að verkinu stóðu rafvirkjar frá Víkurraf á Húsavík.
Johan Rönning, Vatn & veitur og Sindri hafa opnað glæsilega verslun í nýju húsnæði á Selfossi
Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir þessum tímamótum  og við erum mjög ánægð að geta komið til móts við þeirra þarfir. Unnið hefur verið að  opnun undanfarið ár og við erum mjög spennt fyrir að stimpla okkur enn frekar inn á Suðurlandi, framundan er mikill uppgangur og kraftur í sveitarfélaginu og við viljum vera þar sem viðskiptavinirnir okkar eru.

Boðið verður upp á veitingar og glaðninga vegna opnunarinnar og vonumst við til að sjá sem flest fagfólk á staðnum í nýjum húsakynnum. Fjölda starfsmanna frá öðrum starfsstöðvum okkar verða á staðnum til að þjónusta alla á sem bestan máta.
Sjáðu myndband frá opnuninni hér
Johan Rönning hefur starfrækt verslun á Selfossi frá 2007 og alltaf verið á Eyrarvegi. Nýja verslunin er staðsett við Austurveg 69.

Með nýrri verslun höfum við þrefaldað fermetrafjöldann svo við getum boðið upp á stóraukið vöruúrval og meiri birgðir. Við leggjum áherslu á að þróa vöruúrvalið í samráði við viðskiptavinina og þarfir þeirra.

Afbragðs fagmenn af Suðurlandi hafa komið að byggingu hússins og undirbúnings. Jón Árni húsasmíðameistari hjá Árfossi sá um byggingu hússins sem er 1330 fermetrar að stærð. 
Anný Björk Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri verslunarinnar á Selfossi.
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar