Stafræn ráðstefna hjá Phoenix Contact
Dagana 12 til 16 apríl næstkomandi verða Phoenix Contact með ráðstefnu þar sem farið verður yfir allt það nýjasta hjá þeim. Ráðstefnan er að sjálfsögðu stafræn eins allt þarf að vera þessum sérstöku tímum en hún verður í anda "Frankfurt Messe" sýningarinnar sem margir þekkja.

Virkilega spennandi dagskrá sem vert er að kynna sér nánar. Upplýsingar um hana og skráning er að finna hér: https://www.phoenixcontact.com/en-us/dialog-days
Nýtt sólúr frá Hager
Hager hefur sent frá sér nýtt og uppfært sólúr. Það er núna með Bluetooth innbyggt og eru allar stillingar gerðar í gegnum smáforrit (app) í síma. Hægt er að fá sólúrið einna eða tveggja rásaen einnar rásar útfærslan tekur einungis eitt bil (modul)

Smáforritið sem notað er til að setja sólúrið upp heitir "Hager Mood" og er fáanlegt bæði fyrir Apple og Android síma. Ef stýrikerfið styður íslensku þá fer smáforritið einnig á íslensku.

Tímarofi/Sólúr Bluetooth 1 rása
Tímarofi/Sólúr Bluetooth 2 rása

 
Steinel ljós
RS PRO Connect lampar frá Steinel eru stafrænir og stórsniðugir. Þeir eru stillanlegir þráðlaust með smáforriti í gegnum Bluetooth.

Lamparnir eru samtengjanlegir á sáraeinfaldan hátt, auðveldir í uppsetningu og hægt að raða í samverkandi hópa óháð víringu. Einungis þarf að ákvarða einn leiðtoga hvers afmarkaðs hóps og forrita þann lampa. Sá lampi stýrir síðan öllum völdum undirsátum eins.

4 lýsingaraðgerðir:
Grunnljósstig (stillanlegt 10-50%).
Baklýsing
Deyfanlegt aðalljós (föst deyfing 50-100%)
Neyðarljós sem aukabúnaður. 2000 lm.

Ljósin eru með hárnákvæman hátíðniskynjara með 10m skynsvið (79m²). Tímastilling (5s-60m) og birtustilling (2-2000lux).

Lampana má finna á Rönning.is
RS PRO Connect R10 m/hreyfisk
RS PRO Connect R20 m/hreyfisk
Rakaþéttur lampi 4200lm m/hr.
 
230V LED borðar
Við höfum tekið á lager LED borða frá SLC sem eru 230V og þurfa því ekki spennubreyti. Borðarnir eru IP65 og koma í þremur lengdum, 10m, 25m og 50m. Þeir eru fljótlegir í uppsetningu, hægt er að festa þá upp með klemmum eða setja í állista. Hægt er að velja um þrjú litarhitastig. 2700K, 3000K og 4000K.

Borðana má kynna sér nánar á vefsíðu okkar Rönning.is
Prufupinni frá Megger
Megger er stór framleiðandi af mælum og höfum við flutt inn mikið af sérhæfðum mælum og mælitækjum frá þeim. Nú höfum við fengið á lager prufupinna frá þeim.

Svona pinna þekkja flestir rafvirkjar og er frábært að hafa einn slíkann við hendina. Hann skynjar 12-1000V og sýnir hann rautt ljós, gefur frá sér hljóð og titrar þegar hann skynjar spennu. Einnig er í pinnanum handhægt vasaljós.

Prufupinnann má nálgast á vefsíðu okkar Rönning.is
Fagkaup kolefnisjafnar reksturinn
Fagkaup ehf, móðurfélag Johan Rönning, hefur mótað sér heildstæða stefnu í sjálfbærni. Umhverfisstefna félagsins er til 10 ára og er það markmið stefnunnar að skilgreina þau sjálfbærnimarkmið sem Fagkaup hefur sett sér og leggja fram aðgerðir sem tryggja að þeim markmiðum verði náð.

Félagið hefur gert samning við Klappir Grænar lausnir ehf. til að ná mælanlegum árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni. Fyrsta samfélagsuppgjör félagsins kom út í febrúar 2021, kolefnisfótspor Fagkaupa 2020 var 948,8 CO2 tonn og hefur félagið fjárfest í kolefnisbindingu hjá Kolviði til að jafna út áhrif rekstursins á umhverfið.

Kolviður mun gróðursetja 9.448 tré í sumar til að jafna út kolefnisfótsporið.

Hægt er að kynna sér umhverfisstefnu Fagkaupa á vef okkar hér.
Ný ljós frá Unilamp

Vorum að fá á lager innfelld ljós frá Unilamp. Ljósin eru aðeins 36mm á dýpt og þurfa því ekki mikla niðurtekt á lofti. Þau eru að sjálfsögðu dimmanleg og koma sex saman í kassa. Hægt er að fá þau í tveimur litum, hvít og svört.

Nánari upplýsingar um ljósin má finna á vefsíðu okkar þar sem þú getur einnig verslað þau.

Gyro Go! Hvít:      3236550
Gyro Go! Svört:    3236554

Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Frír akstur í apríl
Í apríl mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða uppá þetta þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu út apríl.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar