Snertifríar lausnir
Johan Rönning býður mikið magn af snertifríum lausnum sem hjálpa til við að fækka snertiflötum í umhverfi fólks, þar má nefna hreyfiskynjara sem passa í dós og koma í staðin fyrir hefðbundna rofa með vippu, áfellda hreyfiskynjara og einnig ljós með innbyggðum skynjurum sem geta kveikt ljósið sjálfkrafa, við nefnum nokkur dæmi hér fyrir neðan.
 
Snertifrír búnaður frá Berker
 
Snertifrír búnaður frá Hager
 
Einnig bjóðum við upp á úrval af ljósum með innbyggðum skynjurum
 
Beint í bílinn
Við tökum vel á móti viðskiptavinum í verslunum okkar en beinum því til þeirra sem heimsækja okkur að ganga frá pöntun og undirritun reiknings og koma sér síðan vel fyrir í farartæki sinu. Við munum taka saman vörurnar og afhenda þær beint í farartækið. Þannig getum við í sameiningu orðið við fjöldatakmörkunum heilbrigðisyfirvalda - með öryggi og heilsu viðskiptavina, starfsfólks og almennings í fyrirrúmi.
 
Lekaliðavör með neistavörn
DS-ARC1 er lekaliðasjálfvar með innbyggðri neistaskynjun. Búnaðurinn skynjar ef neistamyndun á sér stað á greininni, til dæmis vegna lélegrar tengingar og rífur greinina. Þessi lekaliðasjálfvör henta því vel í húsnæði sem er byggt úr auðbrennanlegum efnum svo sem timbri. Eins hentar þessi búnaður í húsnæði eins og leikskóla, elliheimili og sjúkrahús þar sem fólk á erfitt með að komast út af sjálfsdáðum

Vörunúmer:                              Heiti:
DS-ARC1MB10A30             Lekal.sjálfv.2p 30mA B A 10A
DS-ARC1MB13A30             Lekal.sjálfv.2p 30mA B A 13A
DS-ARC1MB16A30             Lekal.sjálfv.2p 30mA B A 16A
 
Stafræn ráðstefna
Í ljósi þess að stóru vörusýningunum sem rafiðnaðarfólk hefur heimsótt  í Frankfurt og Hannover var frestað hefur Phoenix Contact ákveðið að halda stafræna ráðstefnu dagana 27 – 29. apríl fyrir viðskiptavini. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra, viðtöl og pallborðsumræður verða í boði þessa daga. Vörusýning með búnaði frá Phoenix Contact verður síðan opin allt til 5. maí.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu þarftu að að skrá þig með því að smella á myndina hér fyrir neðan:
Viltu fá vöruna senda?
Við bjóðum uppá heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi og er það óháð stærð pöntunarinnar. 

Ef að þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira í apríl á Rönning.is þá keyrum við vöruna frítt til þín á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú vilt fá hana lengra förum við hana frítt á þann flutningsaðila sem þú vilt fá vöruna með.

Þá er um að gera að nota tækifærið og versla á vefnum og láta keyra vörurnar til sín.

Nauðsynlegt er að vera skráður notandi á vefinn til að geta verslað í vefversluninni, hægt er að sækja um aðgang með því að smella hér

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Johan Rönning býður breitt vöruúrval af hleðslustöðvum fyrir rafbíla, allt frá smærri stöðvum fyrir einstaklinga og hleðslupolla fyrir bílastæði, upp í stórar hraðhleðslustöðvar.

Þú getur kynnt þér úrvalið með því að smella hér
Brunaþolnar dósir frá Ensto
Við eigum á lager brunaheldar tengidósir frá Ensto. Dósirnar koma með tengjum og hafa brunaþol allt að 90 mínútum. Dósirnar eru til í tveimur stærðum, 10x10 (6mm² tengi) og 17x15 (16mm² tengi). Við erum einnig með á lager allar helstu stærðir af brunaþolnum aflstrengjum sem henta mjög vel með þessum dósum. Endilega leitið til sölumanna okkar eða skoðið úrvalið inná Rönning.is

Vörunúmer:                        Heiti:
FPT1010PP46.4             Tengidós brunaþ.E90 10x10x5,3
FPT1815PP416.4           Tengidós brunaþ.E90 17x15x8,15


Ölflex Servo hraðastýringarstrengir
Eigum á lager helstu stærðir af hraðastýristreng frá Lapp sem er sérstaklega ætlaður milli hraðastýringa og mótors. Strengurinn er skermaður en hefur að auki jarðtaug fyrir hvern fasa.
Hann hentar vel á þurrum, rökum og blautum stöðum auk þess þolir hann að vera settur í jörð. Umhverfishitastig strengsins má vera á bilinu -40°C til 70°C og er hann í brunaþolsflokki ICE 60332-1-2
Við eigum strenginn á lager frá 1,5 til 16mm² en við getum svo að sjálfsögðu sérpantað aðra sverleika. 

Vörunúmer:          Heiti:
0036439                 3x 1,5+3G 0,25
0036440                 3x 2,5+3G 0,5
0036441                 3x 4,0+3G 0,75
0036442                 3x 6,0+3G 1,0
0036443                 3x 10+3G 1,5
0036444                 3x 16+3G 2,5
 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar