Apríl 2019

Hefur þú verslað á Rönning.is



Fram að páskum munum við gefa páskaegg frá Góu með öllum pöntunum sem gerðar verða í gegnum vefverslun okkar á Rönning.is. Við hvetjum alla, sem eru ekki skráðir nú þegar, að nýskrá sig inn á heimasíðunni okkar og kynna sér það sem þar er í boði og hversu einfalt er að gera pantanir þar. 

Tilboðið gildir á meðan birgðir endast og aðeins um eitt egg á dag á viðskiptavin.

 

Nýr Audi e-tron

Til landsins er kominn einn Audi e-tron bíll til reynslu við ýmsar aðstæður og í samstarfi við Audi fengum við þennan gullfallega rafmagnsjeppa til okkar í Klettagarða 25.

Um er að ræða fyrsta 100% rafbílinn frá Audi sem frumsýndur verður núna með sumrinu. Uppgefin drægni á honum er 400km og er hann 5,7 sek að ná 100 km/h.

Við prófuðum hann í 50 kW ABB Terra hraðhleðslustöðinni okkar, sem er samskonar stöð og ON hefur sett upp víðsvegar um landið. Bíllinn hefur 95 kWh rafhlöðu og var hlaðinn úr 36% í 77% á fjörtíu og fjórum mínútum. Hámarkshleðsla var 49,7 kW og afhent orka 36,7 kWh. Rafhlaða bílsins hafði 100% hleðslu eftir eina klukkustund og nítján mínútur og þá var afhend orka 59,09 kWh.

Bíllinn er gríðarlega spennandi og hvetjum við allt áhugafólk um rafbíla að kynna sér þennan bíl hjá Heklu.


 

Nýjir ljóskastarar frá hager.

Það eru komnir nýjir kastara á lager hjá okkur frá hager. Þetta eru LED kastarar sem eru til í tveimur stærðum, 20w/2000lm og 30w/3000lm. Einnig eru þeir fáanlegir með innbyggðum hreyfiskynjara og því tilvalið að setja þá við sorptunnuskýlið eða í portið á bakvið hús.

Vörunúmer:                   Lýsing:
EE633                            LED kastari m/hr.sk. 20w IP55
EE634                            LED kastari m/hr.sk. 30w IP55 
EE637                            LED kastari 20w IP55
EE638                            LED kastari 30w IP55
                                 

Innbyggð hleðslustöð fyrir rafbíla

Þessar frábæru innbyggðu hleðslustöðvar frá Phoenix Contact eru nú loks fáanlegar. Stöðvarnar eru stillanlegar frá 3,6 - 43 kW og henta því til hleðslu fyrir alla rafbíla. Hleðslutengillinn er festur í plötu úr ryðfríu stáli (316) en annar rafbúnaður er settur upp fyrir innan vegg, til dæmis í rafmagnstöflu hússins í skjóli fyrir veðri og vindum. Stöðin hentar sérlega vel fyrir sérbýli þar sem vanda á allan frágang. Sölumenn veita góðfúslega frekari upplýsingar.


 

Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.

Vörunúmer:             Lýsing:                                                               Breidd:                                         
F202B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 2-póla, gerð B      2 DIN-einingar
F204B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 4-póla, gerð B      4 DIN-einingar

 

Svartar tengla- og lagnarennur

Eigum á lager svartar tengla- og lagnarennur úr plastefni frá Hager. Tenglarennurnar sóma sér vel á dökkum fleti eða þar sem setja á upp svala raflögn. Litur renna er RAL 9011 en hann er einnig í boði í S1 og Q-línum frá Berker.


Vörunúmer:                   Lýsing:                                             Stærð [mm]:
LF1501509011           Strengrenna LF                          15 x 15
LF2003509011           Strengrenna LF                           20 x 35
LF4006009011           Strengrenna LF                           40 x 60
                                      
BRP6513019011       Tenglarenna BRP                       130 x 65
BRP08029011              Lok á BRP-tenglarennu          80
BRP651305H9011    Flathorn á tenglarennu
BRP651304H9011    Innhorn á tenglarennu

                                 

Iðnaðar-svissar

Bjóðum í miklu úrvali svissa frá Phoenix Contact sem henta vel í iðnaðarumhverfi. Fjölbreytileikinn er mikill. Má nefna ethernet inn og út, ljósleiðari inn og ethernet út, ásamt PoE. Svissarnir eru einnig í boði til festinga í 19"-rekka. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Phoenix Contact.


 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar