Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

APRÍL 2017

DYRASÍMAR FRÁ HAGER NÝTT Á LAGER

Johan Rönning hefur tekið í sölu dyrasíma frá Hager sem fram til þessa hefur framleitt gæða töfluskápa, töflubúnað og lagnarennur. Við bjóðum bæði upp á mynd- og hljóðdyrasíma. Uppbygging þess er einfalt og þægilegt tveggja víra kerfi sem er fljótlegt i uppsetningu. Hljóð, mynd og skipanir eru allar á sama streng. Fjöldi möguleika í boði þar sem þetta kerfi hentar í allar gerðir íbúðarhúsnæðis hvort heldur sem er fyrir einn notanda eða fleiri. Hámarksfjöldi er 150 hurðir og 256 íbúðir, en jafnframt er mögulegt að hafa þrjár innistöðvar í hverri íbúð. Auðvelt er að blanda saman hljóð- og myndsíma. Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum okkar.

MYND- EÐA HLJÓÐ?         ÞITT ER VALIÐ

Þegar íhlutir í dyrasímakerfi frá Hager eru valdir er gott að hafa meðfylgjandi valblað við höndina. Þar sjást allir þeir íhlutir sem þörf er á eftir fjölda íbúða sem kerfið á að þjóna hvort sem setja á upp mynd- eða hljóðsíma. Auðvelt er að blanda saman hljóð- og myndsíma því allar merkjasendingar fara um sama streng. Valblaðið má nálgast í öllum útibúum eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.



DYRASÍMAR MEÐ SAMA ÚTLIT OG BERKER ROFAR

Bjóðum upp á mikið úrval af römmum á dyrasíma innistöðvar sem gerir mögulegt að hafa sama útlit og lit og á innlagnarefni viðkomandi íbúðar. Plast, ál, burstað stál og gler eru í boði í ýmsum litum. Eru í boði með hvössum eða mjúkum hornum. 



LANGAR TIL AÐ FRÆÐAST MEIRA UM DYRASÍMA?

 
Hefur þú áhuga á að fræðast meira um kosti Hager dyrasíma? Bjóðum rafverktökum og starfsmönnum þeirra að koma í útibú okkar á kynningu í hádeginu til að fræðast um Hager dyrasíma. Sýnt verður hvernig á að velja saman íhluti og tengja. Það er einfaldara en þú heldur. Sendu okkur póst á helgig@ronning.is ef þú vilt koma á kynningu.




 

VERKFÆRADAGAR Í APRÍL

Johan Rönning býður glæsilegt úrval handverkfæra frá þýsku verkfæraframleiðendunum Cimco og Phoenix Contact sem sérhæfa sig í verkfærum fyrir rafvirkja. Einnig höfum við í sölu handmælitæki frá Benning sem eru þekkt fyrir gæðavöru á frábæru verði.

Sérstakir tilboðsdagar verða í APRÍL á handverkfærum og handmælitækjum frá Cimco, Benning, Kaiser og Phoenix Contact sem bjóðast þá með 40% afslætti.

Renndu við eða farðu á heimasíðu okkar og gerðu góð kaup.

                   


 

Q.7 FRÁ BERKER VINNUR TIL VERÐLAUNA

Það er vel þess virði að kynna sér nýjustu afurð Berker. Rofalínan Q.7 fékk fyrr á þessu ári hin viðurkenndu hönnunarverðlaun iF Design 2017 í flokki byggingatæki fyrir útlit. Á síðasta ári fékk Q.7-rofalínan einnig þýsku hönnunarverðlaunin fyrir útlit og þær lausnir sem í boði eru frá Berker. Nánari upplýsingar um Q.7 er að finna hér. 


Stillanlegur lekaliði á lekastraum og tíma

 
Eigum á lager liða sem hentar vel í erfiðar aðstæður svo sem mótorræsingar með tíðnibreyti. Liðinn er stillanlegur á lekastraum frá 30 mA upp í 10A á tímasviði sem er allt að 3 sekúndum. Liðann þarf að nota með straumspenni. Allir fasar ásamt núlli fara í gegn um spenninn. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.

Vörunúmer:      Skýringar:
HR520               Lekaliði
HR701               Straumspennir 35 mm
HR702               Straumspennir 70 mm






 

VINNUTÖFLUR FYRIR AFLDREINGU

Eigum á lager úrval af vinnutöflum frá ABB og AS Schwabe af öllum stærðum og gerðum. Kynntu þér málið á heimasíðu okkar. 



 

LED-BORÐAR FRÁ BILTON

 
Höfum tekið á lager LED-borða og fylgihluti frá BILTON. Borðarnir eru í varnarflokki IP00 eða IP66. Þétti borðinn er húðaður með sérstakri aðferð svo hann er ekki klæddur með gúmmí hlíf. Borðinn hitnar því síður sem lengir líftíma hans. Eigum einnig mikið úrval prófíla fyrir borðana. Bilton hefur séð okkur fyrir sérhæfðum KNX-búnaði en nú bætum við LED-borðum í vöruúrvalið frá þeim. Þetta er vönduð vara, framleidd í Saalfelden í Austurríki.





 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu