Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

APRÍL 2016

VERKFÆRADAGAR Í APRÍL

Johan Rönning býður glæsilegt úrval handverkfæra frá þýsku verkfæraframleiðendunum Cimco og Phoenix Contact sem sérhæfa sig í verkfærum fyrir rafvirkja. Einnig höfum við í sölu handmælitæki frá Benning sem eru þekkt fyrir gæðavöru á frábæru verði.

Sérstakir tilboðsdagar verða í APRÍL á handverkfærum og handmælitækjum frá Cimco, Benning, Kaiser og Phoenix Contact sem bjóðast þá með 40% afslætti.

Renndu við eða farðu á heimasíðu okkar og gerðu góð kaup.
       
                   

NÝIR ÁFELLDIR ROFAR- OG TENGLAR FRÁ BERKER - W1

Johan Rönning býður nýja gerð rakaþéttra tengla og rofa, bæði sem áfellda og innfellda. Línan heitir W1 og fæst í gráum og hvítum lit. W1 er í varnarflokki IP55 og hefur ýmsa kosti fram yfir eldri gerðir frá Berker.  W1 er framleitt úr mjög sterku en þó sveigjanlegu efni og hefur hátt brotþol. Lokið á tenglunum smellur í læsingu þegar því er sleppt og hreyfist í roki. Á áfelldu einingunum er mögulegt opna niðurfall svo engin hætta er á að vatn safnist fyrir. Það virkar einnig sem loftræsting og minnkar þannig hættu á rakamyndun. Mögulegt er að kaupa áfellda ramma (mest 3f) staka og raða innfelldum einingum í þá. Svo sem tengli, samrofa og Cat6 tengli, þannig að henti hverju verki. Fyrir utan hefðbundnar gerðir rofa og tengla með og án barnaverndar, getum við boðið breiða línu í W1, svo sem. Cat6 tengla, ein- og tvöfalda, lykilrofa, plötu fyrir 22 mm neyðarhnappa, gaumljós, blindplötur, ljósramma, LED ljós og fleira og fleira. Nánar á heimasíðu okkar.

QUICKLINK FRÁ BERKER

QuickLink er nýtt þráðlaust stýrikerfi frá Berker. Það er verulega breytt frá fyrra Funk bus-kerfi og er á annarri tíðni (868,3 MHz) en hið gamla. Því er ekki mögulegt að samnýta þau. Helstu breytingar eru að kerfið er gagnvirkt og allar einingar sem eru 230V tengdar, geta verið bæði sendar og móttakarar. Mögulegt er að tengja QuickLink með gátt við Domovea tölvu/síma eininguna og/eða KNX-kerfi.
Í boði eru allar helstu dósaeiningar í Quicklink svo sem rofar, ljósdeyfar og gardínurofar. Einnig eru í boði einfaldir og tvöfaldir sendar á bak við þrýstirofa.
QuickLink hentar sérlega vel við endurbætur og breytingar á raflögn sem er fyrir í byggingum. Hvort sem um er að ræða hefðbundna lögn eða KNX-kerfi. Einingarnar eru einfaldar í forritun og uppsetningu. Við munum bjóða upp á hádegiskynningar næstu vikur á þessu kerfi. Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á QICKLINK skaltu senda póst á asgeir@ronning.is. 

VISSIR ÞÚ ÞETTA? HVAÐ BER FRAMTÍÐIN Í SKAUTI SÉR?

Hager hefur gefið út myndband sem sýnir á einfaldan og skemmtilegan hátt hvernig líf okkur hefur breyst og mun breytast á komandi árum. Hér er að finna mikið af áhugaverðum upplýsingum fyrir tæknifólk. Smelltu á Hager-merkið  hér fyrir neðan til að sjá myndina.


GÓLFLISTARENNUR FRÁ HAGER Í MIKLU ÚRVALI

Getum boðið fjölda ólíkra lausna með gólflistarennum frá Hager. Rennurnar eru í boði í nokkrum litum og fást einnig með viðaráferð. Mikill fjöldi tengla, tölvutengla, næturljósa og hreyfiskynjara er í boði frá Hager. Smelltu á myndina til að velja þann lit sem þér hentar. 

ROGOWSKI-SPÓLUR FRÁ PHOENIX CONTACT

Oft er erfiðleikum bundið að koma staumspennum fyrir í aflmiklum töfluskápum eftir að skápurinn hefur verið spennusettur. Stundum er mögulegt að setja opnanlega spenna en þeir eru stórir og komast ekki alltaf fyrir. Þá er einfalt að setja Rogowski spólu frá Phoenix Contact á skinnuna. Spólan getur mælt 4000 A á forvafi. Hún er tengd við merkjabreyti sem gefur út 1 A. Nánari upplýsingar er að finna hér.

NEMAR OG VAKAR FRÁ CARLO GAVAZZI


Eigum á lager mikið úrval nándarnema og vaka af ýmsum gerðum frá Carlo Gavazzi. Búnaðurinn er á frábæru verði og hefur reynst ákaflega vel við íslenskar aðstæður. Carlo Gavazzi er með öfluga heimasíðu sem aðstoðar við val á rétta búnaðinum. Hvort sem það er skynjari, vaki, tímaliði eða hálfleiðararofi.

BOX FYRIR INNBYGGÐAN RAFBÚNAÐ Í STEINSTEYPU

Fyrirtækið Kaiser framleiðir fjölbreyttar úrvals lausnir sem henta vel þegar fella á rafbúnað inn í steinsteypu. Fjöldi ólíkra boxa fyrir ljósbúnað, hátalara og rofa er í boði. Einnig framleiðir fyrirtækið plastefni í miklu úrvali fyrir röra- og dósalagnir. Á heimasíðu okkar www.ronning.is má finna nánari upplýsingar og einnig í veglegum kynningarlista sem sem er að finna hér.





 

ROFAR OG TENGLAR FRÁ BERKER


Berker bíður gríðarlega mikið úrval rofa og tengla sem henta í allt húsnæði og allir ættu að finna útlit við sitt hæfi. Með hjálp smáforrits er mögulegt að skoða rofa og tengla frá Berker, breyta lit þeirra og lit bakgrunns. Á heimasíðu okkar, www.ronning.is má finna úrval fylgihluta svo sem USB-hleðslutengla, útvörp, hátalaratengla ásamt fjölda annara sérlausna frá Berker sem til dæmis henta í hótelbyggingar.



 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.
Þennan póst fá þeir sem skráð hafa netfang sitt hjá Johan Rönning

Heimilisfang:
Johan Rönning
Klettagarðar 25
Reykjavík 104
Iceland

Add us to your address book


afskrá netfang    breyta skráningu