Grill & golf á Reyðarfirði
Það var ekki annað hægt í blíðunni fyrir austan en kynda grillin og slá upp grillveislu í hádeginu. Viðskiptavinir okkar á Reyðarfirði tóku vel í það og var flott mæting.

Seinna sama kvöld var svo boðið uppá golfkennslu þar sem farið var yfir helstu grunnatriði íþróttarinnar og svo var boðið uppá léttar veitingar á eftir. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessum frábæra degi fyrir austan.

Við viljum þakka öllum sem mættu og tóku þátt í þessum viðburði með okkur fyrir komuna.
Ísbílinn í Klettagörðum
Síðasti mánuður var virkilega sólríkur og voru hitamet víða slegin. Suðvesturhornið fékk ekki stóran hluta af þessari köku en það kom loksins að því að sólin lét sjá sig á höfuðborgarsvæðinu.

Við ákváðum að fagna því með að fá ísbílinn til okkar í Klettagarða. Viðskiptavinum okkar og starfsmönnum var boðið upp á ís á þessum sólríka degi í lok júlímánaðar. 
EM leikur á Selfossi
Útibúið okkar á Selfossi stóð fyrir skemmtilegum leik í júlí á meðan Evrópumótið í fótbolta var haldið. Þar gátu viðskiptavinir skráð sig og þurftu að spá fyrir um hver myndi standa uppi sem sigurvegarar.

Eins og flestir vita unnu ítalir mótið og voru 20 sem voru með það rétt. Hún Linda okkar dró svo úr réttum svörum og var það hann Baldur starfsmaður í Fossraf sem fékk glæsilega Dewalt borvél í verðlaun.

Þökkum öllum sem tóku þátt 
 
AWEX Exit neyðarljós
Exit "fjölskyldan" frá Awex hefur notið mikilla vinsælda hjá okkur enda er um að ræða mjög vandaða neyðarlýsingalampa á góðu verði. Þeir koma í þremur stærðum, S, M og L í mismunandi styrkleikum og lesfjarlægð.

Lamparnir eru áfelldir en hægt er að fá festispennur til að fella þá inn að hluta og einnig má setja lóðrétt spjald á lampann ef hann er á lofti.

Öll ljós frá Awex koma með Premium LIVEPO4 lithium rafhlöðum sem eru "grænar" rafhlöður án allra spilliefna. Endingartími þeirra er allt að 10 ár.
 
Fjölbreyttar lausnir frá Kaiser
Vörumerkið Kaiser eru flestir farnir að þekkja. Eftirádósirnar þeirra hafa verið mjög vinsælar í gegnum tíðina en þeir framleiða líka allskonar sniðugt dót sem léttir iðnaðarmönnum lífið.

Ertu að byggja? Ertu að breyta? Ertu að steypa vegg í garðinum? Kíktu í kaffi til okkar og kynntu þér vöruúrvalið sem Kaiser hefur uppá að bjóða. 

Svo auðvitað má bara skoða það í rólegheitunum á Rönning.is
Hreyfiskynjari frá Steinel
Hreyfiskynjarar þar sem hátt er til lofts geta verið vandamál. Steinel er með þennan hreyfiskynjara sem hentar einstaklega vel í rými með allt að 14 metra lofthæð eins og í vöruhúsum , vélaverkstæðum, flugstöðvum og umferðamiðstöðvum. Innrauður skynjari með 30x4m drægni (úr 14 metrum). 

IS 345 MX Highbay hreyfiskynjarinn er sérhannaður fyrir þessar krefjandi aðstæður. Hann er IP54 og er gott tengipláss í honum sem auðveldar uppsetningu.

Endilega leitið til sölumanna okkar fyrir nánari upplýsingar og svo er að sjálfsögðu hægt að versla hann á heimasíðunni okkar Rönning.is
Kerfisloftalampar frá Thorn
Höfum tekið á lager nýja gerð af kerfisloftalömpum frá Thorn sem heita ANNA VARIO. Virkilega nettur og skemmtilegur lampi sem gerður er fyrir staðlað 60x60 kerfisloft.

Lampinn hefur þann eiginleika að hægt er að velja litarhitastigið á ljósinu sjálfu. Sami lampinn getur gefið út 3000K, 3500K eða 4000K og er liturinn valinn með rofa sem er á snúrunni að honum. Lampann er fáanlegur bæði sem standard og dimmanlegur DALI.
DALI útfærslan vinnur einnig með þrýstihnapp.

Nánari upplýsingar má sjá um lampann á heimasíðunni okkar:
Loftljós Anna Vario 830-840
Loftljós Anna Vario 830-840 DALI
Nýtt sólúr frá Hager
Hager hefur sent frá sér nýtt og uppfært sólúr. Það er núna með Bluetooth innbyggt og eru allar stillingar gerðar í gegnum smáforrit (app) í síma. Hægt er að fá sólúrið einna eða tveggja rása en einnar rásar útfærslan tekur einungis eitt bil (modul)

Smáforritið sem notað er til að setja sólúrið upp heitir "Hager Mood" og er fáanlegt bæði fyrir Apple og Android síma. Ef stýrikerfið styður íslensku þá fer smáforritið einnig á íslensku.

Tímarofi/Sólúr Bluetooth 1 rása
Tímarofi/Sólúr Bluetooth 2 rása

 
Fagkaup kolefnisjafnar reksturinn
Fagkaup ehf, móðurfélag Johan Rönning, hefur mótað sér heildstæða stefnu í sjálfbærni. Umhverfisstefna félagsins er til 10 ára og er það markmið stefnunnar að skilgreina þau sjálfbærnimarkmið sem Fagkaup hefur sett sér og leggja fram aðgerðir sem tryggja að þeim markmiðum verði náð.

Félagið hefur gert samning við Klappir Grænar lausnir ehf. til að ná mælanlegum árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni. Fyrsta samfélagsuppgjör félagsins kom út í febrúar 2021, kolefnisfótspor Fagkaupa 2020 var 948,8 CO2 tonn og hefur félagið fjárfest í kolefnisbindingu hjá Kolviði til að jafna út áhrif rekstursins á umhverfið.

Kolviður mun gróðursetja 9.448 tré í sumar til að jafna út kolefnisfótsporið.

Hægt er að kynna sér umhverfisstefnu Fagkaupa á vef okkar hér.
Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Frír akstur í ágúst
Í ágúst mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða frían akstur þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu út ágúst.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar