Zigbee lausnir fyrir snjallheimili
Nú höfum við tekið á lager hjá okkur ljósdeyfa og stýringar sem styðja Zigbee.

Zigbee 3.0 er einn mest notaði samskiptamátinn við snjallvæðingu heimila. Þessi eining vinnur fullkomlega með : Amazon (Alexa), Phillips (Hue), Samsung (SmartThings) og Athom Homey svo eitthvað sé nefnt.

Við viljum benda áhugasömum viðskiptavinum á að hafa samband við Gunnar Viggósson, gunnar@ronning.is vilji þeir kynnast þessum lausnum nánar.
Hraðhleðsla í Klettagörðum
Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að hægt er að hlaða rafbíla í 50kW hraðhleðslustöð frá ABB við höfuðstöðvar Johan Rönning að Klettagörðum 25.
Hleðslan er endurgjaldslaus og opin á afgreiðslutíma verslunarinnar.

Það þarf bara að mæta á svæðið og stinga í samband, það er einfalt!
Lumar þú á tómum keflum?

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Varaaflgjafar frá ABB
Við hjá Johan Rönning getum útvegað allar stærðir og gerðir af varaaflgjöfum frá alþjóðlega stórframleiðandanum ABB. Hvort sem þeir eru til heimilisnota, fyrir fyrirtæki eða gagnaver þá getum við aðstoðað þig.

Endilega hafðu samband við Birgir Inga Jónasson sölumann okkar, birgirj@ronning.is ef þú vilt fræðast meira um hvað er í boði.
Lausnir fyrir sameignir
Höfum tekið á lager vörur sem eru sérhannaðar fyrir sameignir frá STEINEL. Um er að ræða ljós og viðveruskynjara sem tengjast saman og hægt er að forrita þráðlaust með Bluetooth í gegnum app eftir svæðum. Virkilega sniðug lausn fyrir bílastæðahús og stigaganga.

Hér má sjá myndband sem sýnir virkni ljósanna:  STEINEL Ljós 

Hér má svo skoða búnað frá Steinel á vefnum okkar: Rönning.is

Ef þú vilt vita meira þá mælum við með að hafa samband við Ragnar Lundberg sölumann okkar (ragnar@ronning.is). Hann getur frætt þig nánar um virkni og eiginleika þessa bráðsniðuga kerfis.
Hitastrengir
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í vetrarhörkum og hugsa "Af hverju græjaði ég þetta ekki í sumar?". Núna er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.

Við eigum til á lager allskonar stærðir og lengdir af hitastrengjum  og allt sem þú þarft til að græja málið. Kíktu á úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar