Ágúst 2019
Eldingar
Eldingar hafa töluvert verið í fréttum undanfarið hér á landi og er fylgifiskur veðurblíðunar sem við höfum fengið í sumar. Þessu fylgir líka oft spennutoppar á netinu sem fara ekki vel í rafbúnað. Við erum með lausnir frá Phoenix Contact sem síar út óæskilega spennutoppa og verja þar af leiðandi viðkvæman búnað fyrir skemmdum. Leitið til sölumanna okkar fyrir nánari upplýsingar.
  
LED-borðar
Erum með mikið úrval að LED-borðum og fylgihlutum á lager frá SLC. Á vefsíðu okkar er hægt að nálgast vörulista frá þeim sem inniheldur mikið af hugmyndum um hvernig er hægt að nýta borðana við ólíkar aðstæður. Hægt er að fá þá með þéttleika IP67 sem gerir auðvelt að nota þá utandyra. Borðarnir koma í ýmsum styrkleikum, auðvelt er að deyfa þá og er til mikið úrval af stýringum m.a. þráðlausar.

Vörulistann má skoða hér: Vörulisti SLC
Hægt er að skoða vörurnar á vefnum hér: Rönning.is

Kemur þú með kefli?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti  keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.


 

Hleðslustöðvar frá Chargestorm

Vorum að fá þessar flottu hleðslustöðvar frá Chargestorm á lager hjá okkur. Þær eru til í öllum stærðum frá 3,7kW til 22kW. Einnig er hægt að fá þær tvöfaldar til að hlaða tvo bíla samstundis. Stöðvarnar eru með innbyggðum lekaliða og öryggi og eru þær því auðveldar í uppsetningu. Einnig eru fáanlegar hleðslustýringar fyrir fjölbýlishús.
Endilega kynnið ykkur stöðvarnar á Rönning.is eða hafið samband við sölumenn okkar.





                                 

Nýtt á lager

Við höfum fengið þessa fínu töng í sölu til að klemma mola á Cat 5/6 snúrur. Ef notaðir eru molar sem eru opnir í báða enda klippir hún vírinn um leið og hún klemmir molann. 
Myndband sem sýnir virkni hennar má finna hér: 
https://www.youtube.com/watch?v=ZTe3PZd1HxE


Hér má nálgast töngina í vefverslun okkar:
https://www.ronning.is/vara/30-495

 

Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.



 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar