Ágúst 2018

O-range® - Ný útgáfa eftirádósa frá Kaiser

Það eru 50 ár liðin frá því að fyrsta rofadósin fyrir gifsveggi var kynnt árið 1968 og var þar með grunnurinn í slíkum raflögnum lagður til framtíðar. Síðan þá hafa margar nýungar komið til sögunar s.s. halogen-fríar dósir, loftþéttar dósir og síðast ECON® tæknin sem létti mönnum lífið og gerði uppsetningu mun auðveldari en áður.

Á 50 ára afmælisárinu hefur Kaiser endurhannað dósina og var afraksturinn kynntur í Frankfurt fyrr á árinu. Dósirnar bjóða fjölda möguleika í götun og tengingum (að 25mm) og einstaklega auðvelda uppsetningu.

Nýja dósin (vnr. 9063-02) er þegar komin í sölu og er hægt að panta á Rönning.is

Myndbandið segir meira en mörg orð!

Þú átt möguleika á að vinna iPhone X

Við minnum á leikinn okkar á Rönning.is en allir notendur sem panta á vefnum fyrir 31. júlí til að eiga möguleika á að vinna iPhone X.

Vefverslun Johan Rönning, www.ronning.is er beintengd við sölu- og birgðakerfi okkar.

Með innskráningu getur þú meðal annars
  • Séð nákvæma birgðastöðu fyrir hverja vöru
  • Séð nákvæma birgðastöðu í hverju útibúi
  • Séð verð á vörum á þínum sérkjörum
  • Fengið pantanir sendar hvert á land sem er
Rönning.is er fyrst og fremst öflug vefverslun en þar er hægt að fá upplýsingar um vöruúrval, verð, ítarlegar tækniupplýsingar og aðgengi að reikningum.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér nýjungar á vefnum í myndböndunum hér að neðan.
Settu inn Excel skjal með mörgum vörunúmerum inn í pöntun og færast þá vörurnar í körfuna.
Stofnaðu efnishandbók. Hægt er að setja vörur á óskalista og stofna pdf efnishandbók úr listanum.
Á síðunni er einfalt að skrá sig inn til að sjá stöðu reikninga og öll fyrri viðskipti á einum stað.
Einfaldað yfirlit vöruflokka.

Phoenix Contact Infoliner

Við minnum á að um miðjan ágúst fáum við Phoenix Contact Infoliner bílinn ásamt fulltrúa Phoenix Contact hingað til landsins en bílinn er útbúinn vörunýjungum og sýnishornum.

Bíllinn verður hér á landinu tvær síðustu vikurnar í ágúst:

Fyrri vikuna (20.-24. ágúst) verðum við með kynningardaga í Klettagörðum og ferðumst á suðvesturhorni landsins.

Seinni vikuna (27. - 31. ágúst) ætlum við að sækja útibú og viðskiptavini heim landið um kring. 

Kemur þú með kefli?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti  keflum allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega eins og þeim sem eru á myndinni. 

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar hingað í Klettagarða 25 þar sem þau geta átt framhaldslíf. 

Við bætum við flotann!

Nýr Volvo flutningabíll bættist í bílaflota Johan Rönning í júlí en hann er af gerðinni Volvo FH13 500, sömu gerð og bíllinn sem við tókum í notkun fyrir áramót.

Þessi viðbót við flotann mun gera okkur kleift að flytja þyngri farm en áður og þannig höldum við áfram að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar.

Persónuvernd

Ný persónuverndarreglugerð ESB (GDPR) tók gildi þann 25. maí í Evrópusambandinu og 15. júli hér á landi. 

Við viljum benda viðskiptavinum okkar að á Ronning.is er að finna persónuverndarstefnu Johan Rönning hf en hana má kynna sér hér. Ef þú vilt ekki fá þetta fréttabréf lengur minnum við þá á að þú getur afskráð þig hvenær sem er með því að smella á afskrá netfang hér að neðan.

Kær kveðja,
Starfsfólk Johan Rönning

Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar