Karfan þín er tóm

90 ára afmælismánuður Johan Rönning

fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Í tilefni af 90 ára afmæli Johan Rönning buðum við viðskiptavinum okkar og velunnurum upp á veglega afmælisdagskrá í Klettagörðum 25 með fræðandi fyrirlestrum um áhugaverðar nýjungar og framfarir í tæknimálum, þar sem fulltrúar margra okkar mikilvægustu birgja sóttu okkur heim.

Hápunktur afmælismánaðar var svo 90 ára afmælishátíð sem var haldin í Klettagörðum fimmtudaginn 28. september þar sem fjöldi góðra gesta fagnaði með okkur og naut veitinga undir ljúfum tónum.

Við viljum þakka kærlega fyrir þátttöku í viðburðum mánaðarins og þær jákvæðu undirtektir sem þær hlutu. Jafnframt viljum við þakka kærlega fyrir þær góðu kveðjur og árnaðaróskir sem okkur bárust af tilefni afmæli okkar.

Afmælisveislan Kaffihús
Vikuna 11. - 15. september buðum við upp á afmæliskaffihús þar sem viðskiptavinum okkar bauðst að þyggja glæsilegar afmælisveitingar.< Kynningar
Fjölmargar kynningar voru í boði fyrir viðskiptavini okkar í september og þar voru kynningar frá: ABB, Socomec, Lapp, Phoenix Contact, Ryse Energy og TLG. Inntak fyrirlestranna var áhugaverðar nýjungar og framfarir í tæknimálum.

Góð þátttáka var á kynningunum og áhugaverðar umræður sköpuðust í kjölfar þeirra.